Ný félagsrit - 01.01.1869, Side 212
212
Um fjárhagsmálið.
vib fyrstu umræ&u, sökum þess aí) mér var málifc kunn-
ugt, eins og eg áöan sagði, en þareb allir þeir, sem tólui til
máls í þeirri umræbu, tölubu í þá átt, sem eg mundi hafa
gjört, lét eg þetta vera. Nú er þar á múti komib fram Ijúst
og röksamlegt nefndarálit, sem eg í öllu verulegu get
fellt mig vib. Eg held nefndin eigi miklar þakkir skilib
íyrir, ab hafa vikib máli þessu í rétt horf. Mál þetta
hefir tvær hliöar, einsog menn sjá, abra fjárhagslega
og a&ra stjórnarlega. þessi hin stjórnarlega hlifein var
ekki lögb til álita nefndarinnar 1861, og eg skal þess-
vegna eins nú sleppa henni, en hvab hinni vibvíkur, þá
er fjárframlag þab, sem nefndin hefir stúngib uppá, ab
mestu leyti samkvæmt því, sem sá minni hluti fjárhags-
nefndarinnar, sem eg var í, hafbi í sínum uppástúngum.
þegar eg nú því næst á ab fara ab gjöra grein fyrir
breytíngar-atkvæbi mínu, er eg ab vísu í nokkrum vanda,
þareb þetta ekki skiptir miklu og fer mjög eptir álitum.
Nefndin hefir stúngib uppá, ab hinu fasta 15,000 dala
tillagi skuli varib til yfirstjúrnarinnar á Islandi. En mér
virbist nokkur úsamkvæmni í því, ab þegar á ab veita í's-
landi meira sjálfsforræbi en þab hefir ábur haft, ab þá
skuli og skotib fé til yfirstjúrnarinnar þar. þab er í alla
stabi rétt, ab Danmörk borgi yfirstjúrn íslands, þá sem
er í Kaupmannahöfn, en hitt á ekki vib, ab Danmörk borgi
yfirstjúrnina á Islandi sjálfu, þegar meira sjálfsforræbi er
veitt. þab sem kom hinum núveranda dúmsmálarábgjafa
og mér, þegar vib vorum í fjárhagsnefndinni, til ab stínga
uppá 12,000 dala föstu árgjaldi, var þab, ab okkur fannst,
ab Island hefbi sanngirniskröfur til ab fá bættan þann
skaba, sem þab hefbi bebib af því, ab jarbagúz landsins
hafbi verib selt. Miklu af tekjunum af þessum jörbum
var nú einntitt varib til hinnar æbri kennslu, og þab
kemur því miklu betur saman, ab hib fasta 15,000 dala
tillag gángi til hinna æbri skúlamála, einsog eg hefi stúngib
uppá. Eg held líka, ab þetta muni verba bragbbetra fyrir