Ný félagsrit - 01.01.1869, Side 328
328
Urn fjárhagsmálið.
þeir fá fjárbagsskilna&inn, þá held eg líka, ai) þeir muni
gánga ab bobi landsþíngsins.
Framsögumaður (Gad) svarar Hage, og segist
að vísu vera samdóma honum um það, að þau mál geti
ef til vill síðar komið fyrir, er bæði snerti hið danska
og íslenzka löggjafarvald, en nefndin álíti, ab þab sé ekki
rétt að hafa hina vafníngssömu aðferð, sem fyrirskipuð er
í frumvarpi landsþíngsins, og sem gjörir ráb fyrir sam-
hljóðandi ályktun hins danska og íslenzka löggjafarvalds;
þetta gæti því ab eins verið rétt, ef báðar samkomurnar í
raun og veru væri hvor annari samhliða, en það er ekki,
því auk þess ab ríkisþíngib er hið sérstaklega löggjafar-
vald Danmerkur, þá er það um leið hið almenna lög-
gjafarvald Danmerkur og íslands (I), enda er og áskilið
í byrjun 6. greinar, ab síðar skuli ályktun gjör ura
það, hvort Islendíngar eigi ab senda fulltróa á ríkisþíng.
Framsögumaður fer því næst nokkrum orðum um þau
breytíngaratkvæði, sem hann hafði kallað ritbreytíngar;
hann segir það hafi í rauninni verið meiníng sín, að
breytíngar þessar sé efnisbreytíngar, þó þær sé ekki
svo mikils varðandi hvað hin stjórnlegu atribi snertir.
þab er þannig í alla staði rétt, segir hann, og á rökum
byggt, að í 1. gr. sé sagt svo skýlaust, sem unnt er, að
það sé einúngis hiÖ sérstaklega skattgjafar og löggjafar-
vald, sem lagt sé til fslands. Breytíngin í 2. gr. 6.
tölulið er einnig rétt, því þar stendur í 11. tölulið mál
um póstferðir á Islandi og umhverfis strendur þess, og
svo kemur einsog mótsett þessu: ítþar á móti má ekki
leggja nein gjöld til Islands á póstsamgaungur ríkisins
milli þess (íslands) og Danmerkur.’’ En hér í milli er
engin mótsetníng, heldur er tnótsetníngin fólgin í hinu,
að alþíng fær ráðin yfir beinum og óbeinum sköttum
landsins, sem híngaðtil hafa verið, en fær samt ekki rétt
til ab leggja gjald á póstferðirnar milli íslands og Dan-
merkur. Synjun þessa réttar er takmörkun skattkröfu- J