Ný félagsrit - 01.01.1869, Blaðsíða 343
Um fjárhagsmálið.
343
réttarkröfum sínum, til þess aö blíBka sína voldugari
mdtstöbumenn, og fæia svo fram þurftarkröfur sínar eöa
sanngirniskröfur, þá mundu þær fást undir því nafni, en
oss mætti einu gilda, þegar vér fengjum peníngana, hvort
hluta&eigendur kölluBu þá gjöf eöa gjald. þaö er bótin,
aö þégar sanngirniskröfurnar eru ekki teknar til greina,
þá standa hinar eins eptir sem áöur, og þaö sem af
hendi raknar getur þá komiö til afdráttar í reikníngunum.
þaö kemur víöa fram í umræöunum, aö danskir
þíngmenn misskilja þetta aíriÖi frá rótum, og mun þaö
vera ekki einúngis af því, aö hver þykist skyldur til aö
hlífa ríkissjóÖnum viö útgjöldum, heldur og líká af því,
aö Danmörk og Island veröur eptir margra hugmynd eitt
og hiÖ sama, þegar er um gagniö aö gjöra, en tvennt
ólíkt þegar kemur til gjaldanna. þó aÖ verzlan Islands
og allur afli hafi veriö bundinn til Danmerkur, þvert á móti
öllu eöli og gagni Islands, þá slcal þaö ekki vera annaÖ en
ráöstöfun, sem þótti hyggileg á sinni tíÖ, og þó þaÖ hafi
veriÖ sannaö, og játaö af stjórninni sjálfri, aö skaöi fs-
lands af þessu fyrirkomulagi hafi veriö svo mikill, jafn-
vel nú á vorum dögum, aö hann sé óreiknandi í pen-
íngum, og aö þaö sé sanngjarnt aö ((taka tillit til þess”,
og aö sjá íslandi sann fyrir það, þá er því fljótt svo
eydt af meira hlutanum, aö ekkert verÖur úr. Sama er
um góz landsins aÖ segja: þó aö landsreikníngar íslands
hafi veriö sérílagi, þó aÖ eignum þess hafi verið stjórnaö
sérílagi, og aldrei saman viÖ til dæmis konúngsgóz í Dan-
mörk eöa hertogadæmunum, þó aö tekjurnar af jöröum
þessum hafi veriö taldar íslandi sérstaklega bæÖi fyr og
síðar, þá er þó efst í þíngmönnum flestum, aö meta þetta
allt aÖ engu, og láta eins og allt sé tekið til fslands þarfa,
sem hefir verið tekiö inn í hinn danska ríkissjóð. þeir