Kristileg smárit handa Íslendingum - 03.01.1865, Síða 2
2
að hann á bágt með að þiggja bann; við óhýran svip
búsráðanda og hjúa bælist, ef til vill, óregla og van-
hirðing, sem hvervetna lýsir sér á heimili þessu, svo
hann óskar sér, að nóttin væri liðin, til þess að geta
byrjað ferð sína á ný og yfirgefið þetta heimili. Marg-
ur veglúinn ferðamaður, margur þurfalingur hefir þar á
móti blessað heimili Iiinna örlátu og góðgjörnu húsráð-
anda og með elsku sinni, virðingu og þakklátsemi sýnt,
hversu mikil guðs gjöf góð heimili eru, í hverju félagi
sem er. En gott heimili ber að vísu hina sýnilegustu
ávexti í kring um sig, eða til þeirra, sem á því eru,
þangað koma og við það hafa einhverju að skipta; en
það ber og aðra ávexti, sem minna ber á, og þeir snerta
eigi einungis þá menn, sem næstir eru, heldur félagið
alt, snerta ekki einungis hið tímanlega, heldur og hið
eilífa, koma ekki einungis fram á þeim tíma, sem hinir
góðu húsbændur lifa á heimilinu og prýða það, heldur
og eptir þeirra dag, svo þeir lifa bér á jörðunni, þótt
þeir séu dánir, í þessum góðu adeiðingum verka sinna,
í afleiðingum hinnar góðu hússtjórnar. Yér óskum
vissulega allir, að heimili vor séu í tölu hinna góðu
heimila, og að þau séu svo góð sem efni vor og kring-
umstæður leyfa; þessa góðu ósk, þenna góða viljaskul-
um vér þá styrkja með því að svara þeirri spurningu:
Hvað er golt heimili?
Á góðu heimili á stjórnsemi að haldast í hend-
ur við nærgætni og umburðarlyndi. Hversu á-
ríðandi góð heimilisstjórn sé, sýnir postulinn Páll með-
al annars, þar sem hanu í 1. Tím. 3, 4, telur það sem
eitt af skilyrðum fyrir því, að nokkur geti orðið um-
sjónarmaður safnaðanna, að liann veiti heimili sínu góða
forstöðu, og með spekt haldi börnum sínum til hlýðni;