Kristileg smárit handa Íslendingum - 03.01.1865, Page 5
5
sá mesta virðingu meðbræðra sinna, sem umfram alt
reyuir að vera sjálfum sér bjargandi og að standa í
skilum við alla menn, að borga sín skyldugjöld og hjálpa
þeim, sem sannarlega þurfa hans liðsinnis við; því er
miður, að þeir eru alt of margir á meðal vor, sem ekki
liafa þessa stjórn á eignum sínum, sem halda fram ó-
þarfakóstnaði, þangað til þeir verða með fjölskyldu sinni
að annara bandbendi, um leið og þeir pretta svo marga,
sem í góðum tilgangi höfðu orðið þeim að liðsinni.
Að binu leytinu hættir stjórnsemin að vera stjórn-
semi og verður að hörku, ef hún ekki er sameinuð
nærgætni. það er ekki nóg að kenna öðrum að hlýða,
en ætla ekki kröptum þeirra af, eða veita þeim af skorn-
um skamti það, sem þeir þarfnast til fata og matar.
Að vísu eigum vér allirheimtu á þessari nærgætni hver
af öðrum, en enginn er skyldari að auðsýna hana, held-
ur en húsbændurnir hjúum sínum; verða ekki hjúin
sakir hins nána sambands milli þeirra og húsbændanna
eins'og að náungum iiúsbænda sinna, og um þá segir
postulinn (1. Tim. 5, 8), að ef sá sé nokkur, sem ekki
vilji annast náunga sína, helzt efþeirséu heimilismenn,
hann hafi afneitað trúnni og sé heiðingjum verri. Hjúin
brjóta líka niður góða' stjórn, þegar þau ekki hafa nær-
gætui við húsbændurna, og heimta af þeim meiri við-
höfn en efnum þeirra svarar, og neyða þá til að kaupa
af sér verkin fyrir eitthvað það, sem fremur lýtur til
munaðar en lífsins og heilsunnar viðurhalds. Yfir höfuð
heyrir það til góðrar stjórnsemi, að bæði húsbændur og
hjú kannist við, að opt er góður og einlægur vilji meira
verður, heldur en þótt mikið sé látið í té og mikið af-
rekað, ef þenna góða vilja vantar; góðum vilja tekst
mikið, þótt kraptarnir séu veikir, ef ekki vanlar nær-