Kristileg smárit handa Íslendingum - 03.01.1865, Qupperneq 6

Kristileg smárit handa Íslendingum - 03.01.1865, Qupperneq 6
6 gætni honum til uppörfunar. Hvernig ætti líka góð stjórnsemi á heimilum að geta staðizt, ef ekki væri þar umburðarlyndi með hinum smærri yfirsjónum og brest- um? Öllum oss er ábótavant, húsbændum eigi síður en hjúum, og í heimilisstjórninni er því áríðandi að horfa ekki eingöngu á gullana og yfirsjónirnar, heldur og að meta koslina um leið, og verið getur þá, að þeir verði yQrgnæfandi, ef rétt er á litið; verið getur, að óttanum takist stundum að leiðrétta, en sjaldan mun hann vera betra meðal til þess, en skynsamlegt umburðar- lyndi, sem bæði fyrirgefur og reynir að leiðrétta með hógværð og skynsamlegum fortölum. Yfir höfuð verða húsbændur oghjú að vera samtaka í að koma á ogviö- halda góðri stjórn á heimilunum; en þó leiðir eðlilega af innbyrðis stöðu þeirra, að húsbændurnir hafa meiri ábyrgð við hjúin en hjúin við þá, og þess vegna líka meira rétt til að vanda um við þau, og að hafa vit fyrir þeim, þegar þau sýna óframsýni í hegðun sinni. Fyrir þessu verða eigi gefnar reglur, scm ávalt og allsstaðar eigi við, en stjórnsamir húsbændur, sem kristilegur kærleiksandi ríkir bjá, finna þær bæði sjálfir, og hjúin læra opt meira af hinu stöðuga og sífelda dæmi þeirra, heldur en af áminningum. hvað sannar sem þær kunna að vera, eigi þær ekki að styðjast við eptirdæmið; en það má fullyrða, að frá heimili hinna stjórnsömu hús- bænda útbreiðist meiri blessnn yfir land og lýð, en menn alment gefa gætur að; regluheimilið er skóli, þar sem hjúin og börnin eru lærisveinar, og í þvílíkum skóla er þeim frækornum sáð, sem víðsvegar í lífinu bera þá ávexti, sem heita: hófsemi, stilling, iðjusemi, kyrrlæti, nægjusemi, útsláttar- og tilgerðarleysi í allri háttsemi; þar er í stuttu máli sáð þeim frækornum,

x

Kristileg smárit handa Íslendingum

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kristileg smárit handa Íslendingum
https://timarit.is/publication/89

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.