Kristileg smárit handa Íslendingum - 02.01.1866, Blaðsíða 1

Kristileg smárit handa Íslendingum - 02.01.1866, Blaðsíða 1
KRISTILEG SMÁRIT HANDA ÍSLENDINGUM. M 8. GUÐS BLESSDN. Fel þú drottni þín verk, þá munu ætlanir þínar S'ramgang fá. Salóm. Oröskv. 1G, 3. í daglegu tali kalla menn suma lánsama, en aðra ólánsmenn. í fljótu áliti virðist og ósjálfráð hamingja að elta suma, að minnsta kosti á vissum kafla æflnnar, en aptur á móti jafn-ósjálfráð óhamingja að verða hlut- skipti annara, sem opt og einatt hafa andlega og líkamlega yflrburði yfir hina, sem meira láni hafa að fagna, án þess þeir sýni skynsamlegri viðleitni til þess að efla sinn hag. Hinu svo kallaða láni og óláni, sem eru, að því, er skammsýni vorri sýnist, mönnunum jafu-ósjálfráð, er ýmislega varið; sumum verður lítið úr góðum gáfum, öðrum verður mikið úr hinum minni; sumum verður allt að auð, en aðrir verða féþurfar, án þess þeir verði ásakaðir fyrir óframsýni, hirðuleysi eða leli; sumir eru lieppnir í einu, þó þeir séu mæðumenn í mörgu öðru. þannig eru þess mörg dæmi, að hinum fátæka lilotnast barnalán og ánægjulegt heimilislíf, en að sá er opt ó- farsæll í heimilíslíft sínu, sem auðiegð og heiður hafa fallið í skaut, og sem að öðru leyti sýnist hamingju- samur í fyrirtækjum sinum; suma yfirgefur hin ósjálf- ráða hamingja allt í einu, og opt kveður svo mikið að

x

Kristileg smárit handa Íslendingum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kristileg smárit handa Íslendingum
https://timarit.is/publication/89

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.