Kristileg smárit handa Íslendingum - 02.01.1866, Blaðsíða 7

Kristileg smárit handa Íslendingum - 02.01.1866, Blaðsíða 7
7 hennar og að forðast sömu ávirðingu framvegis; hrein- skilin játning bælir jafnvel úr yflrsjón þinni í augum heimsins og forðar saklausum við ómaklegri grunsemi. Ilaft einhver kross borið þér að liöndum, leitaðu þér þá hælis hjá guði og þeim mönnum, sem þú treystir, en leitaðu þér ekki huggunar í óminnisöli drykkjuskapar, í svalli og útsláttarsemi. Ef aðrir áreita þig og móðga, reyndu þá ekki til að sigra hið illa með iliu heldur með hinu góða. Heimurinn heíir ýmis konar svikameðöl að grípa til, þegar í einhver vandræði er komið, eða til þess að fyrirbyggja einhverja imyndaða erfiðleika lífsins, en þau liafa ávallt fyrr eður síðar reynzt ónóg og tál- dræg. Sá sem fól drotlni alla sína vegi og öll sín verk með hreinskilni og ósérplægni, með réttsýni og sannsögli, með hindindi og þolinmæði, reyndi ætíð að ætlanir hans að síðustu fengu framgang, og að blessun drottins féll honum i skaut. Væri engin blessun drottins til, nema matur og drykkur, þá væri nokkur ástæða til að neita allra meðala til þess að afla sér þeirra; en hið æðsta lmoss, guðs ríki, er ekki matur né drykkur heldur réttlæti, friður og fögnuður í heilögum anda (Ilómv. 14, 17). Væri oss auðið að skyggnast inn í hugskotin, mundi oss fyrst algjörlega verða það Ijóst, að blessun drotlins er sér í lagi innvortis; vér mundum sjá hina hrekkvísu kænsku sundur tætta af gremju yíir því, að hin kæniegustu ráð hennar hafi brugðizt eða orðið upp- vís, eða kvíða fyrir, að þau muudu mistakast eða verða opinber; vér mundum sjá, að lygarinn og svallarinn eins og sérhver syndari elta einhverja ímyndaða hamingju, sem þeir aldrei geta náð, nema með því, að fyrirgjöra einhverju æðra huossi, virðingu og trausti mannanna, friði samvizkunnar við guð. En þó ytri kjör þess manns,

x

Kristileg smárit handa Íslendingum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kristileg smárit handa Íslendingum
https://timarit.is/publication/89

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.