Kristileg smárit handa Íslendingum - 02.01.1866, Blaðsíða 11
11
að guðs rtíttlæti fer í glöggari reikning við oss, en vér
hugsum, svo að vér tökum opt út gjöld fyrir þær syiulir,
sem vér köllum smáar, og sem vér opt liöfurn gleymt
fyrir löngu; en vér getum einnig liðið fyrir annara
syndir; húsbóndinn liðið fyrir vanhirðingu hjúa sinna,
hjúin fyrir stjórnleysi húsbændanna; en livort sem held-
ur er, verður þó ávallt sagt, að syndin sé uppspretta
vorra eymda og útiloki oss meira eða minna frá bless-
un guðs, en leiði yfir oss hans hegnandi óblessun.
En minnumst að endingu áminningar postulans,
að dæma ekki fyrir tímann (i. Kor. 4, 5.); ímyndum
oss ekki, að þeir, sem verða fyrir svo kölluðu óláni og
mæðu, sé syndugri en aðrir. llugfestum jafnframt, að
með mæðunni getur maðurinn þó notið blessunar guðs
i þolgæði, í auðmjúku og trúaröruggu hugarfari; minn-
umst þess, að krossinn er elskuvottur guðs, því hvern
þann son, sem faðirinn elskar, þann agar hann, og virð-
um því typtun drottins ekki lítils; skoðum hana að vísu,
sem maklega hegningu vorra synda, en þökkum þá guði
líka, að hann agar oss, að hann lætur oss með stund-
legu höli líða gjöld synda vorra hér i tímanum, og ber-
um krossinn með því hugarfari, að blessun drottins falli
oss í skaut í þolinmæði og trausti, sem vonar alls góðs
og umber allt, af því vér vitum að það kemur frá vís-
dómsfullum og gæzkuríkum föður. Að vísu getum vér
þá, ef til vill, verið mæðumenn í augum heimsins, en
vér njótum þó blessunar guðs í vorum hjörtum. Miss-
um aldrei trúarinnar örugga móð, þá getum vér líka
verið vissir um blessun drottins, livort sem vér öðlumst
hana í tötrum og hlaðnir kaunum eins og Lazarus eða
skrýddir perli og purpura eins og hinn ríki maður, af
því að allt mun verða oss til góðs, ef vér elskum guð