Kristileg smárit handa Íslendingum - 02.01.1866, Blaðsíða 10
10
mennsku þinnar, að sjóður þinn sé eius opinn og lijarta
þitt, hve nær sem kveinstafir hinna þurfandi berast þér
til eyrna, og að þú látir ekki hina vinstri hönd vita
hvað hin hægri gjörir, (Matt. 6, 3) með eigingjarnri
hliðsjón tit annara lofs og eigin hagsmuna; þaðerekki
vottur trúmennsku þinnar, að þú beitir dugnaði þínum
við viss tækifæri, og sért þá atorkusamur og stórvirk-
ur, lieldur er það vottur liennar, að þú ávailt sért ár-
vakur, umhyggjusamur og trúr, og vinnir verk þitt, eins
og sjálfur guð sjái upp á það, vinnir það með sömu
trúmennsku, hvort sem sá er viðstaddur, sem þiggja á,
eða ekki, vinnir öll verk þín eins og fyrir sjálfan þig.
Hvernig getur þú vænt þér drottins blessunar, hvað
eigur þínar snertir, þó þú aflir mikils, ef þú ekki heflr
stöðugt eptirlit á Innu smáa og gætir þess, að ekkert
fari lil ónýtis af því? Ifvernig getur þú vænt þér
drottins blessunar fyrir sjálfan þig og aðra, ef þú vilt
ekkert vinna, nema það, sem þér beinlínis er boðið,
ekki vinna í haginn og lagfæra, nema það sé beinlínis
tekið fram við þig, og þú hafir skýlausa skipun til þess?
Ilvernig getur þú vænt þér drottins blessunar, ef þú
yflr höfuð fremur vilt sýnast fyrir mönnum með ein-
stökum verkum, sem þú býst við að veki eptirtekt, en
að reynast dyggur í öllum þínum verkum, smáum og
stórum, þó enginn sjái til þín nema guð? Ilafirðu
verið ódyggur og óhlýðinn þjónn eða undirsáti, getur þú
þá sem lúisbóndi eða yfirboðari búizt við að drottinn
biessi þig með dyggð hjúa þinna eða hlýðni þeirra, sem
þú átt að stjórna. Vér köllum án efa, bræður mínir,
margt það í lífinu ósjálfráða mæðu, sem vér megum
kenna sjálfum oss, eða skorli á stöðugu eptirliti. og
reglu í hússtjórn vorri. Vér tökum ekki nógu vel eplir,