Kristileg smárit handa Íslendingum - 01.02.1866, Síða 3
3
/
þú þvkist h.ifa frið; því að sofandi maður vei'ður ekki
var við, þólt honum sé einhver hætta búin. Stattu því
við og hugleiddu, hvernig friði þínum er húttað, því að
verið getur, að liann sé rangur. Vér höfum allir bæði
fyrir idan oss og innra hjá oss sjálfum falsspámenn,
»sem prédika um frið þótt enginn friður sé« (Ezek. 13,
16). Að hinu leytinu verða nógir til þess að raska
friðnum, sem hafa yndi af því að trufla liinn sanna frið
guðs barna. Sé þér nú alvara, kristinn maður, að rann-
saka hjarta þitt og komast að réttri niðurstöðu í þessu
áríðanda efni, þá vil eg leitast við að lélta undir með
þér með því að sýna þér, í hverju hinn rangi og hinn
retti friður er innifalinn.
Ekki má ætíð fara eptir því, hvað hver einn er
rólegur og andvaralaus, því að sá, sem vantar sannan
sálarfrið, getur opt verið rólegur og án þess að kviða
fyrir eilífðinni og óförum sínum, að minnsta kosti með-
an hann sér ekki neina lífshættu bera að höndum, en
hinn sanni friður getur verið samfara ángist og óró-
semi, að minnsta kosti í fyrstunni, af því að trúin er
veik, eða þekkingin ófullkomin. í’egar menn því ætla
að greina hinn rétta og sanna frið frá hinum ranga og
ósanna friði, þá má ekki eingöngu fara eplir því, hvað
maðurinn er rólegur og andvaralaus um stundarsakir,
þótt það sé víst, að sá friður, sem einungis er byggður á
hinu rétta hellubjargi, hefir í för með sér sælufulla og
varanlega sálarrósemi, og að aliur annar friður er svik-
ull og breytist í ángist og skelfingu.
I.
Gætum nú fyrst að því, hvaðan hinn rangi og
retti friður spretta, og lxvernig hvorum peirra fyrir
sig verður við haldið.