Kristileg smárit handa Íslendingum - 01.02.1866, Side 4

Kristileg smárit handa Íslendingum - 01.02.1866, Side 4
4 Hinn ósanni friður kemur upp af sjálfum sér, eða af því að menn svæfa sjálfa sig og hann viðhelzt með því að daufheyrast við sannleikans röddu, en sá sanni friður sprettur af baráttu samvizkunnar og réttri notk- un guðsorðs, og viðhelzt með því æ betur og betur að innræta sér sannleikans orð. Ef menn spyrðu einhvern, sem lifir í hinum ósanna friði, hvernig hann hefði fengið þann frið, sem hann þættist liafa, þá mundi hann ekki geta gjört grein fyrir því, því að hann sprettur sjálf- krafa í jarðvegi holdlegs hugarfars; af útsæði syndar- innar sprettur friður sofandi samvizku. Yitir þú því eigi, kristinn maður, hvaðan friður þinn er sprottinn, þá máttu eiga það víst, að þú sefur í svikulli værð og þá verður þú að kosta kapps um að afla þér annars friðar, ef þú vilt geta farið héðan í friði. En það er til annar ósannur friður, sem menn vita livaðan er kominn, því það er nokkurskonar uppgerðar friður, sem menu liafa sjálfir búið sér til. Um suma menn má segja, að þeir hafa ekki verið fjærri guðsríki, með því guðs mildiríka náð hefir kröptuglega klappað á dyr hjartna þeirra með hendi kærleikaus, svo að þeir hafa hálfvegis vaknað af sínum syndasvefni til þess að hug- leiða, hvað til þeirra friðar heyrði; en þeir hafa ekki viljað Ijúka augunum upp til fulls, svo þeir sæu ekki ljós lögmálsins og hafa því ekki fundið til syndaeymdar sinnar. Lögmálið hefir ekki getað komið öðru til leið- ar iijá þeim en því, að þeir hafa, ef til vill, lagt af ein- iivern einstakan löst og haldið sér frá stórglæpum. tannig hafa þeir sniðið guðhræðslu sína eptir útvortis mælikvarða, og þá hafa þeir þótzt finna frið. tessi friður sprettur þannig af því, að menn með eigin kröpt- um ætla að af leggja syndina, afneita heiminum og fága

x

Kristileg smárit handa Íslendingum

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kristileg smárit handa Íslendingum
https://timarit.is/publication/89

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.