Kristileg smárit handa Íslendingum - 01.02.1866, Qupperneq 5

Kristileg smárit handa Íslendingum - 01.02.1866, Qupperneq 5
5 sina útvortis hegðun; en syndarótin og spillingin lifir enn í hjarta þeirra, og skrúða réttlætisins þekkja þeir ekki. Ó, að þessir andlega dauðu sjálfbyrgingar gætu vaknað og endurvitkazt, gætu fundið til sviða og sár- inda í samvizkunni, svo að þeir sæu, að þeir eru ekki betri en aðrir stórsyndarar. En það er einmitt þetta sannleikans ljós, sem menn ekki vilja sjá, meðan þeir lialda fast við hinn ósanna frið, því leyfðu þeir sann- leikanum inngöngu í hjarta sitt, þá mundi hinn ósanni friður bráðum hverfa. Að sönnu sjáum vér, að þessir menn tala um guðsorð, heyra það og lesa; en þeir forðast að láta þess sannfærandi krapt gagntaka hjarta sitt, og þeim stendur stuggur af að skoða sjálfa sig og guð, dauða, dóm og eilífð við Ijós guðsorða. Aumur og svikull er sá friður, sem þannig fæst og einhvern tima kemur að því, að þú lærir betur að þekkja sjálfan þig, og að þú gctur ekki komizt hjá að hugsa um guðs réttlæti, og þá eilífð, sem fram undan þér er, og hver not hefir þú þá af þeim friði, sem þú nú reynir til að halda þér í með því að daufheyrast við sannleikans röddu ? Sá sanni friður sprettur af réttri notkun guðsorðs, af því að hafa það rétlilega um hönd, heyra það og lesa með eptirtekt og andakt, og heimfæra það upp á sitt eigið sálarástand með einlægni og alvörugefni; en undanfari þessa friðar, er alvarleg barátta við syndina og órósemi, sem leiðir af því að lögmálið hefir rofið og niður brotið hinn ósanna frið, og guðsorð er það ein- asta meðal, sem getur látið hinn sanna frið sprelta í samvizkunni, sem særð er af syndinni og svipum lög- málsins. Að vísu eru það margir, sem lesa og heyra guðsorð án þess það færi þeim hinn sanna frið ; cn

x

Kristileg smárit handa Íslendingum

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kristileg smárit handa Íslendingum
https://timarit.is/publication/89

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.