Kristileg smárit handa Íslendingum - 01.02.1866, Side 7
7
traust á hans friðþægingu, að þeir haldi að þeir þess
vegna megi lifa og láta eins og þeir vilji. Allt, sem
þeir aðhafast, jafnvel skammir og lesti, láta þeit lenda
á Iírists pínu og dauða. Fyrst hann með sínu blóði
hefir borgað vora syndaskuld, þá ætla þeir, aðþaðskipti
engu þótt þessi skuld sé aukin með nokkrum syndum.
En þetta er ekki að treysta Kristi, hetdur að gjöra gys
að guðs náð og sá friður, sem þannig fæst, er rangur
og sviktill. Að það ekki heldur er Iíristur eða hans
verðskuldun, sem menn treysta, sést bezt þegat neyðin
og dauðinn nálgast, því að þá sýna þessir menn, að
þeir eru Kristi eins ókunnugir eins og þeir aldrei hefðu
heyrt hans getið. I'að eru líka fleslir vanir að treysta
á mátt sinn og megin, á það, hvernig þeir sjálfir séu,
eða hvað þeir hafi gjört. Jafnvel stórsyndarinn þykist
vera betri en einhver annar, sem hann jafnar sér sam-
an við, og á þessum ímynduðu yfirhurðum byggir hann
þá frið sinn. Hafi menn aðhafzt eitthvað illt, þykjast
þeir þá lika hafa gjört eitthvað gott og eru svo leiknir
í að vega þetta hvað á móti öðru, að hið góða fær yfir-
borðið eða verður að minnsta kosti eins mikið, og á
þessu byggja þcir frið sinn. Til málamynda leggja þeir
þá líka guðs miskunsemi og Krists friðþægingu í þá
metaskálina, sem þeir hafa sitt góða lijartalag og góð-
verk sín í, til að verða vissir um, að hún verði þýngri.
En gættu þess, syndugur maður, að guðsorð segir, að
þú sért ónýtur þjónn, að lijarta þitt sé eigingjarnt og
syndugt, og að góðverk þín séu hálfverk. Kristur er
annaðhvort frelsari þinn að öllu leyti, eða alls ekki;
honum áttu að gefa dýrðina, en ekki þér sjálfum, því
að í honum einum er frelsi að finna, með því »oss er
ekkert annað nafn gefið, sem vér getum orðið sálu-