Kristileg smárit handa Íslendingum - 01.02.1866, Síða 15
15
JÓLASÁLMUR.
Lag: Kora skapari heilagi andi.
1. Syng guði dýrð hans dýrkeypt hjörð,
í dag liann græddi meinið þitt,
gaf eiginn son sinn aumri jörð,
og opnaði himnaríkið sitt.
2. Guðs sonur, Orðíð eilífð frá,
sem ungbarn lítið fæddur er,
og föðurs dýrðar ljóminn lá
í lágri jötu niðri hér.
3. Ó, hvað hann skipti vel oss við,
hann vorri tók við eymd og rýrð,
en gaf oss sekum frelsi, frið,
síns föðurs náð og liimnadýrð.
4. líann verður þjónn, jeg völdin fæ,
liann vinna má, jeg hvíldar nýt,
liann sætir kvöl, jeg sælu næ,
liann saklaus deyr, jeg lífið hlýt.
5. Hann bar vor þungu glæpagjöld,
og galt þá skuld, er á oss lá;
hann myrkra- lagði' að velli -völd,
og valdi dauðans lireif oss frá.
6. Nú er þvi manna bölið bæll,
af birtu skærri sigruð nált,