Kristileg smárit handa Íslendingum - 01.01.1867, Blaðsíða 6

Kristileg smárit handa Íslendingum - 01.01.1867, Blaðsíða 6
6 ur enn fyrir dyrunum, reiðubúin til að ráðast á yður að nýju, svo þér megið aldrei vera varbúnir við árás- um hennar, og aldrei treysta hjarta yðar of vel; því hjartað er óstöðugt og óáreiðanlegt, eins og Jeremías spámaður vottar, er hann segir: »Svikult er hjartað fremur öllu, og spillt er það. Ilver getur þekkt það?« (Jer. 17, 9.). Já, hjarta yðar er svikuit, og þér getið ekki þekkt það. Þér megið þess vegna ekki treysta því, heldur þurfið að vaka yfir því, svo það tæli yður ckki, og þér flækizt ekki að nýju í snöru syndarinnar. Sá sem vill að fullu af leggja einhvern löst, þarf enn fremur að gæta þess, að annar betri andi taki sér bústað í hjarta hans, þegar hinn vondi andi, sem valdið hefir spillingu hans, hefir verið rekinn það- an út. Kristur segir í guðspjallinu, að þegar hinn ó- hreini andi, sem farið hafi út af manninum, komi aptur í hús sitt, finni hann það »sópað og prýtt«. En í Matteusar guðspjalli (12, 44.) stendur, að hann finni húsið »tómt, sópað og prýtt«. Með þessu varar þá frelsarinn við því, að láta hina illu ástríðu, þegar hún hreifir sér aptur, finna hjartað tómt. Tómt er hjarta mannsins, ef engin betri tilhneiging tekur sér þar bú- stað, í stað hinnar spilltu tilhneigingar, sem þaðan hefir verið rekin út, ef enginn betri andi verður þar ráð- andi, og tekur alla krapta mannsins í sína þjónustu. Láti maðurinn sér það lynda, þó hjarta hans sé tómt, og enginn betri andi búi þar, í stað hins vonda anda, sem út var rekinn, þá getur ekki hjá því farið, að hann bíði ósigur fyrir freistingunum, og falli að nýju í fjötra syndarinnar. Betrun hans er þá röng og ófullkomin; því það er einkenni hinnar röngu og ófullkomnu betr- unar, að maðurinn lætur ekki hið góða festa rætur hjá

x

Kristileg smárit handa Íslendingum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kristileg smárit handa Íslendingum
https://timarit.is/publication/89

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.