Kristileg smárit handa Íslendingum - 01.01.1867, Blaðsíða 12

Kristileg smárit handa Íslendingum - 01.01.1867, Blaðsíða 12
12 biflíuna þarna úr ruslahrúgunni, og lauk henni upp. Varð henni þá litið á titilblaðið, en þar liafði móðir hennar ritað með eigin hendi þessi orð Davíðs: »tar fyrir elska eg þín boðorð meir en gull, já, meir en skírt gull«. Hún komst einhvern veginn við af þessu, og fór að hugsa um, hvort þetta mundi ekki hafa verið fjársjóðurinn, sem ókunnugi maðurinn hefði átt við. Hún fór að lesa í þessari gömlu biflíu, og hún varð hriíin af hverju orði öðruvísi en hún hafði áður orðið, og tárin hrundu af augum liennar niður á bókina. Upp frá þessu las hún á hverjum degi í biflíunni, og bæði baðst sjálf fyrir og kenndi börnum sínum það. Allt þetta gjörði hún, án þess að maðurinn hennar vissi af því. Einhvern dag bar svo við, að hann kom heim í illu skapi, og tók þegar til að atyrða hana. En nú var venju brugðið, því í stað þess að taka eins á móti honum, svaraði liún með hógværð og bliðu. Ilann varð forviða af þessu, og eins og sneyptur. »Maður minn«, sagði hún, »við höfuin syndgað hryggilega; okkur er sjálfum að kenna um aila eymd okkar, og við verðum nú að lifa öðruvísi«. Ilann vissi ekki hvernig á þessu stóð og hváði eptir og sagði: »Hvað ertu að segja?« Hún tók þá upp bitlíuna, og mælti kjökrandi: nþarna er fjársjóðurinn, eg hefl fundið hann«. Mað- urinn settist niður þegjandi. Hún fór þá að lesa fyrir liann úr guðspjöllunum, um frelsarann, hvernig hann elskaði synduga menn svo, að hann dó fyrir þá. Mað- urinn viknaði við þetta. Daginn eptir las konan aptur, og svo dag eptir dag, en liann hafði börnin hjá sér og hlýddi á með hugsun og eptirlekt. Svona leið nú lieilt ár, þangað til svo bar við, að ókunnugi maðurinn álti leið þar fram hjá. I*á rankaði

x

Kristileg smárit handa Íslendingum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kristileg smárit handa Íslendingum
https://timarit.is/publication/89

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.