Kristileg smárit handa Íslendingum - 01.01.1867, Blaðsíða 10

Kristileg smárit handa Íslendingum - 01.01.1867, Blaðsíða 10
10 svo kappsamir í liinu góða, svo kosfgæfnir í því, sem guði er þóknanlegt, að hjúrtu vor geti ekki léð rúm hinu illa, og limir vorir ekki komizt til að þjóna rang- lætinu. Gætum vor allir í guðs nafni, að falla ekki aptur, þegar vér liöfum af lagt einhvern löst, svo vort hið síðara verði ekki verra hinu fyrra, heldur að vér getum haldið áfram á vegi helgunarinnar, og meir og meir nalgazt takmark fullkomnunarinnar. Ó drottinn, vektu hjá öllum oss það áform, að á- stunda þetta, og gjörðu það stöðugt og óhagganlegt í sálum vorum. Styrktu oss veika, svo vér fáum sigrað syndina, sem í oss drottnar, en verðum ekki herfang hennar og glötunarinnar. Styrktu oss og styddu, svo vér fáum góðri baráttu barizt, skeiðið fullkomnað, trunni haldið, og að lokum öðlazt kórónu réttlætisins. Bæn- heyr það af miskun þinni fyrir Jesúm Iírist. Amen. HINN VANRÆKTI FJÁRSJÓÐUR. Maður nokkur kom á bæ, og bað um vatn að drekka. Á bænum bjó fátækt bændafólk. Þegar komu- maður kom inn í bæinn, þá hitti hann svo á, að hjónin voru að deila og formæla hvort öðru, börnin stóðu hálfber og skjálfandi úti í horni, og hvar sem hann litaðist um, sá hann ekki annað, en vegsummerki hinn- ar mestu niðurlægingar, bæði á sálu og líkama. Komu- maður heilsaði hjónunum, og minnti þau á, að lifa sam- an í friði og einingu. »Vinir mínir«, sagði hann, »hvers vegna viljið þið gjöra hús ykkar að helvíti?« Bóndi varð fyrir svörunum: »Æ, herra minn«, sagði hann, »þér þekkið ekki æfi fátæklinganna, og bágindin,

x

Kristileg smárit handa Íslendingum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kristileg smárit handa Íslendingum
https://timarit.is/publication/89

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.