Kristileg smárit handa Íslendingum - 03.01.1867, Síða 3

Kristileg smárit handa Íslendingum - 03.01.1867, Síða 3
3 stjórnara allra hluta? Eða skýldi nokkur vor óska sér að vera fæddur meðal þeirra þjóða, er ekki þekktu þann Guð, sern er kærleikurinn, og því fundu að þeir voru jafnan í ósátt við goðin, er þeir tignuðu, og reyndu því til að snúa reiði þeirra frá sér með hinum sárustu frið- þægingarmeðölum, er álitu mannablót goðunum hina þekkustu fórn, þá er á ári hverju þúsundum manna þannig var slátrað, og sérhverjum herteknum manni var með hinum mestu kvölum fórnað þessum ónýtu, vanmáttugu goðum, sem mannlegur hugarburður hafði gjört að guðum þeirra. Yér munum ekki einu sinni óska þess, að vér hefðum fæðst á tímum hins gamla sáttmála, á meðal liinnar útvöldu guðs þjóðar, Gyðing- anna, er vér athugum, hversu ófullkomin þekking þeirra í Guði þá var, er vér athugum, hve hneigð þjóðin þá var til afguðadýrkunar, og hversu þunglega Drottinn opt og einatt hlaut að refsa henni fyrir það, til þess að hún hyrfi aptur frá þessum goðum til sín. Eða skyld- um vér dirfast að hugsa, að vér hefðum verið skynsam- ari og breytt betur en alþýða Gyðinganna breytti þá, ef vér liefðum verið í þeirra sporum? Ætli vér í þeirra sporum, á þeirra tíma, hefðum farið vægilegar en þeir i'óru með kennendur sína, spámennina, sem þeir hæddu, misþyrmðu og ofsóktu; og ef vér hefðum lifað þá, og fylgt spámönnunum, ætli vér þá hefðum getað það, án þess að líða með þeim, ervér fylgdum? Enganveginn; hin eina huggun, sem spámennirnir og þeir, sem þeim fylgdu, höfðu, var sú, að betri tíma væri að vænta, þá er hinn fyrirheitni Messías kæmi, en þeir vissu ekki, hversu lengi þess væri að bíða, né heldur þekklu þeir Ijóslega, hvílíkt það ríki væri, er hann átti að stofna, eða hve margt og mikið þyrfti að vera skeð, áður en

x

Kristileg smárit handa Íslendingum

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kristileg smárit handa Íslendingum
https://timarit.is/publication/89

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.