Kristileg smárit handa Íslendingum - 03.01.1867, Page 4
4
fvlling timans kæmi, og þjóðin yrði undirbúin til þess
að taka móti frelsaranum.
Vér þekkjum nú allir Ijóslega af sögunni það, sem
spámennirnir einir sáu fyrir; vér þekkjum þann, sem
Guð hefir sent í heiminn eigi að eins Gyðingum til
huggunar, heldur öllum heiminum til frelsis, vér viturn
hversu hann vann það verk, sem faðirinn liafði fengið
honum að vinna, vér vitum að hann var vegna vor of-
sóktur, smánaður og deyddur kvalafullum dauða, síðan
upphafinn til Guðs föðurs almáttugs liægri handar. Inni-
hald kenningar hans er oss kunnugt og það er það, sem
einkum gjörir oss sæla. Iíristur hefir kennt oss að
þekkja Guð fullkomlega sem kærleikans Guð, sem hinn
ástríkaföður á himuum, er samkvæmt sinni eilífu
ráðsáliktun vill að vér skulum veröa eilíílega sælir; og
til þess að vér gætum orðið þessarar eilífu sælu að-
njótandi, miðar allt það, er hann hingað til liefir gjört
fyrir oss og enn þá gjörir. Þessi vor himneski faðir
heimtar að sönnu af oss, að vér séum hans hlýðin börn
og hegnir þeim, sem eru honum óhlýðnir, en hann út-
skúfar engum, er iðrast synda sinna og ílýr til hans
með sundurkrömdu hjarta, heldur breiðir hann á móti
honum sinn föðurfaðm, því »hann vill ekkidauða synd-
ugs manns, heldur að hann snúi sér og lifi«. Hvílik
sæla er það fyrir oss að vita þetta, að vita það að
Jesús Iíristur er dáinn fyrir þá, sem á hann trúa, að
hann liefir tekið upp á sig þeirra syndir, sem stynja
undir þunga synda sinna, og í trúnni grípa um krossinn
Krists, sem það eina náðaratkeri, sem til sé fyrir þá,
sem stara á hið himneska Ijós, er Jesús Kristur kveikli
her á jörðu, og reyna að fylgja því, með því þeir í
eymd sinni sjá og vita, að það er það eina, er getur