Kristileg smárit handa Íslendingum - 03.01.1867, Page 9
9
ura oss frá opinberum löslum. Flestir Gyðingar ólust
upp í vanþekkingu og fengu litlu betra uppeldi en heið-
ingjar; þess vegna álitu bæði heiðingjar og Gyðingar,
að margt það væri sér leyfilegt, sem kristin trú kennir
oss að se synd og því refsingarvert. Þegar nú Gyðingar
og heiðingjar á fullorðins árum sínum fyrst tóku kristna
trú, hve ertitt hlýtur þeim að hafa verið að leggja nið-
ur þá siðu og rífa sig út úr þeim hleypidómum, sem
þeir höfðu alizt upp í, og samt fá þeir lof af heiðingj-
um fyrir það, að þeir lifi kyrrlátu og lastvöru líferni.
Gætum vor, að vér, sem frá barnæsku erum uppaldir í
kristilegum siðum, lausir við alla hleypidóma heiðingja
og Gyðinga, gætum vor, segi eg, að vér eigi þurfum
að standa með kinnroða frammi fyrir heiðingjum og
Gyðingum þeim, er hafa tekið kristna trú.
En vér eigum eigi að eins að taka annarar trúar
mönnum fram í sómasamlegri breytni í heimsins aug-
um, heldur á hreinleiki hjartans, trúmennska, gleði og
samvizkusemi í því að gjöra vilja hins alvísa Guðs og
óþreytandi kostgæfni í hinu góða að vera einkenni
vor krislinna manna, ef vér viljum vera þess verðir að
nefnast kristnir og lærisveinar lausnara vors. Að vísu
geta menn, sem eigi hafa lært kristna trú, breytt sam-
kvæmt boðum lögmálsins, verið árvakrir og starfsamir
í köllun sinni, réttlátir, góðgjörðasamir og greiðviknir,
en þetta eru þeir því að eins, að þeir haQ einhvern
hag af því, eða að þeir að minnsta kosti haQ ekkert
tjón at’ því. Þeir geta elskað vini sína, en þeir hata
líka sína óvini. En Jesús Iírislur lausnari vor býður
oss: »Elskið óvini yðar, blessið þá sem yður bölva,
gjörið þeim gott, sem hata yður, og biðjið fyrir þeim
sem rógbera yður og ofsækja, svo að þér séuð börn föð-