Kristileg smárit handa Íslendingum - 03.01.1867, Side 12
12
rfku orð Páls postula, og gjöra það með þeirri hjart-
anlegu bæn til Drottins, að þau geti haft þau blessun-
arfullu áhrif á hjörtu vor, sem í þeim eru fólgin.
Eins og það er víst, að Guð heíir gefið oss sigur
fyrir Drottin vorn Jesúm Krist, eins er hitt líka því mið-
ur víst, að þeir eru margir, sem ekki hagnýta sérþenna
sigur. Æ, ertu ekki, kristni bróðir, einn í tölu þess-
ara manna? Æ, er eg ekki lika sjálfur einn í þeirra
tölu? megum við báðir játa, og þetta sjáum við
bezt þegar við hugleiðum: hver það er, sem vinn-
ur sigur. Sú umkvörtun, sem margir láta til sín
heyra, að það sé árangurslaust fyrir sig að berjast við
syndina, kemur optast nær til af því, að þeir ganga út
í þessa orrustu án þess að vera búnir hinum réttu her-
týgjum og án þess að beita hinum réttu vopnum. Ef
vér skoðum mennina yfir höfuð, jafnvel þá, sem sýnast
fyrir alvöru vilja betrast og bæta ráð sitt, sjáum vér,
að margir halda, að ekki þurfi annað en skýra og
greinilega þekkingu á Guðs lögmáli, og sé hún fengin,
þá muni hlýðnin við hans boðorð koma af sjálfu sér.
Þetta kallast á vorum dögum menntun, og það
lítur svo út, að þessi kynslóð meti margháttaða mennt-
un mest allra hluta, og tengi við hana fyrirheit bæði
fyrir þetta líf oghið tilkomanda. En þegar vér gætum
þess, að hin svo kallaða menntun er ógreinilegt og
óákveðið orð, og að þeir tala opt mest um menntun,
sem minnst skynbragð bera á hana, og sem vantar þá
þekkingu, sem er upphaf allrar vizku, þekkingu á því,
hversu lítið vér vitum, þegar vér gætum þess, að mennt-
un í veraldlegum skilningi og vizka og dyggð í kristi-
leguni skilningi fylgjast ekki ætíð að, hvernig getum
vér þá ætlazt til þess, að þekkingiu á hinu góða sé