Alþýðublaðið - 12.02.1960, Síða 16

Alþýðublaðið - 12.02.1960, Síða 16
WIWWHW* EDMOMTON. — í Kana- da eru síærstu „olíusand- ar“ £ heimi. Þeir eru i Vestur-Kanada 450 kíló- met.ra norður af Edmon- ton. Þetta eru geysivíð- áttumiklir sandur, mett- aðir olíu, og er talið að þarna megi vinna 40 millj arða lítra af olíu. En kostnaðurinn við vinnsl- una er mikill og borgar sig ekki nema í stórumstíl. Kanádamenn hófu nýlega vinnslu í söndum þessum og fer hún fram svipað og námugröftur. Námuhjól bora inn í sandbakkana og síðan er olían síuð úr jarð veginum. 41. árg. — Föstudagur 12. febrúar 1960 — 34. tbl. Ekkjan fékk bætur Jarðskjálft OTKYO, feb. (UPI). Japanskt máltæki segir, að þrennt eigi menn að óttast: 'jarðskjálfta, þrumuveður, eld og föður s.nn. Big Ben halla .LONÐON: Það eru víðar t.l hallandi turnar en í Písa. Það hefur sem sagt komið í ljós, að hinn frægi 102 ára gamli klukkuturn á þinghúsinu í London, sem geymir Big Ben, hallast um fjórar tommur. Hallinn er þó ekki talinn slík- ur, að hætta sé af Hallinn kom í Ijós, er hafizt var handa um að gera við hvelfingu, sem áföst er við hinn nálega 100 metra háa turn. Fundu verkfræðingar djúpar, tveggja tommu sprung ur í veggnum, þar sem hvelf- ingin er áföst við neðsta hluta turnsins. Ekki er nein hætta talin stafa af halla turnsins. Það er engin .tilviljun að jarðskjálfti er talinn fyrstur af því, sem óttast ber. Sumir Japanir hafa aldrei komið út í þrumuveður, aðrir hafa ekki lent í eldsvoðá og örfáir hafa ætíð farið að ströngum vilja föðurins. En allir hafa þeir reynt hörmungar Jishin, jarð- skjálftans og þekkja yf.rþyrm- andi kraft hans. Fjóxði hver jarðskjálfta- kippur í veröldinni á upptök sín í Japan eða verður vart þar. Japan liggur í miðju jarð skjálftabelti Kyrrahafsins. Beltið liggur frá Nýju Guineu, um Filippseyjar, Formósu, Japan, Kurileyj.ar og Alaska og síðan suður með Kyrrahafs strönd Bandaríkjanna, Perú, Chile og til Suðurskautslands- ins. Það er jarðskjálftar eru svo lönnemar! Prentnemafélagið í Keykja- vík og Félag járniðnáðarnema halda skemmtun að Aðalstræti 12 n, k. laugardagskvöld. tíðir í Japan, — þeir voru 930 síðastliðið ár, venst fólkið þeim smám saman, nema stærri jarðskjálftunum. Þeim venst enginn. Það er daglegur viðburður f Tokyo, að larnpar sveiflist til af völdum jarð- skjálfta og myndir det*.i af veggjum. Mesti jarðskjálfti seinni tíma í Japan var 1923, en af völdum hans létust 99 331,103, 733 særðust og 43 476 týndust. Árið 1930 mældust 5775 jarð- skjálftar í Japan. Albany, N.Y., febrúar. DÓMSTÓLL í Albany úr- skurðaði nýlega 30.000 doll- ara dánarbætur til ekkju og barna manns, sem talinn er hafa látist úr áhyggjum í starfi sínu. Edward Klimas, 33 ára, var starfsmaður flugfélags í Bandaríkjunum og sá um flug vélaviðgerðir. Hann hafði gegnt þessu starfi í tíu ár er han lézt árið 1956 úr hjarta- slagi, sem stafaði af starfsá- hyggjum að því er læknar telja. Klimas átti að siá um við- gerðir á flugvélum flugfélags ins og var starfið erilsamt og kostnaðurinn við viðgerðirn- ar fór oft fram úr áæthm. — Hlaut hann ákúrur yfirmanna sinna, sem kenndu honum um það, sem aflaga fór. Dr. Isidore Schkamovvitz var skipaður til þess að rannsaka málið og komst hann að þeirri niður- stoðu, að angist, ótti, öryggis- leysi og sektartilfinning hefðu átt ríkastan þátt í hjartveiki Klimas, en yfirmenn hans hefðu kallað þessar tilifnning ar hins látna fram með að- finnslum sínum. Flugfélagið var þar af leiðandi dæmt til jj t. o j ciU 5*-vlUd civivju látna 30.000 dollara í skaða- bætur. í YORKSHIRE í Eenlandi er fjalllendi nokkurt, sem kall ast Craven. Þar er kalksteins- hamar og hjallar,'gjár og gil, og þykir þar mjög fagurt. Er myndin tekin ofan af einu slíku fjalli.. Hópur manna er. að skoða þessa einkennilegu steinmyndun, sem minnir á hellulagt gólf. Þetta eru vís- indamenn við athuganir. WMMtMWmmMWMIMMMIMi „Hrollvekja" ÞAÐ leið yfir 60 manns við kvikmyndasýningu í Grenaa í Danmörku íyrir skömmu. Sýnd var umferðarmynd á vegum lögreglunnar. Guðsorð á 118 fungum Vatikanið, febr. (UPI). JÓHANNES páfi XXIII. sat £ hásæti sínu í þakka- gerðarsalnum í Vatikan- inu og hlustaði á bæna- gjörð ungu prestanna, sem hann var að enda við að blessa. Þeir lásu bæn fyr- ir hinum nýju kirkjum, en bænin var ekki flutt á máli kaþólsku kirkjunn- ar, latínu, heldur á 118 tungumálum, kokhljóð, blísturhljóð, hörð og mjúk tungumál blönduðust sam an í margraddaklið, Aust- urlandamál, Evrópumál og Afríkumál. Þarna mátti heyra 61 Afríkumál, 23 Evrópumál, 23 Asíumál, 8 Kyrrahafs- mál og þrjú Ameríkumál. Þetta ber glöggan vott þeirrar áherzlu, sem ka- þólska kirkjan leggur á trúboðsstarf um heim all- an. Athöfninni £ Vatikan- inu lauk með því að sungn ir voru sálmar á japöhsku, úkrainisku og endað með negrasálmum frá Banda- ríkjunum. mwwwwwtmtwvvwww

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.