Alþýðublaðið - 21.02.1960, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 21.02.1960, Blaðsíða 2
ÍÆMBIS Ötgefandi: Alþýí5uflokkurinn. —' Framkvæmdastjóri: Ingólfur Kristjánsson. — Ritstjórar: Gísli J. Ástþórsson (áb.) og Benedikt Gröndal. — Fulltrúi ritstjómar: Sigvaldi Hjálmarsson. — Fréttastjóri: Björgvin Guðmundsson. — Símar: 14 900 — 14 901 — 14 902 — 14 903. Auglýsingasími 14 906 — Að- fietur: Alþýðuhúsið. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Hverfisgata 8—10. —» Áskriftargjald: kr. 35,00 á mánuði. ver vill 60 krónu dollar? TENINGUNUM hefur verið kastað í efnahags málum þjóðarinnar. Það verður ekki snúið við. Samt er von, að menn spyrji: Var ekki hugs- anlegt að fara aðra leið, til dæmis niðurfærsluleið- ina? Svarið að margsinnis vandlega athuguðu máli er: Nei, því miður. Kaupgjald hefði mátt færa nið- ut’ með einu pennastriki. Verðlag er frumskógur með milljónum trjáa. Það hefði aldrei verið hægt að tryggja, að það færðist niður jafnt kaupinu. Þess vegna hefði hagur almennings verið mun ótrygg- ari en hann þó verður nú. Niðurfærsla Alþýðuflokksstjórnarinnar síðast liðið ár var möguleg, af því að f ærð var niður hækk un, sem varð nokkrum vikum áður (1. desember), en afleiðingar hennar voru ekki nærri allar komn- ar fram. Þetta var þýðingarmikið spor, en aðeins varnarsigur. Um það sagði Sigurður Ingimundar- son alþingismaður í ágætri útvarpsræðu: „Ríkisstjosn Emils Jónssonar stöðvaði það, að lengra yrði lualdið á braut uppbótakerfisins, stöðv- aði vöxt verðbóigunnar og þar með frekari gengis* fellingu en orðin var. Það er staðreynd, að ef ekki hefði verið að gert, hefði vísitalan nú um áramót- in verið orðin 270 stig, og fella hefi þurft igengið í 60 krónur fyrir bandarískan dollar, ef viðurkenna hefði átt það ástand. I ljósi þessara staðreynda verða skiljanleg um mæli Eysteins Jónssonar, en hann sagði, að það vseri minni vandi að ráða bót á efnahagsmálunum nú en oft áður. Það er auðveldara nú vegna þess að stjórnarstefna Alþýðuflokksins og stuðningur Sjálf stæðisflokksins sparaði þjóðinni 22 krónu gengis- fellingu á hvern dollar á einu ári“. Þessar staðreyndir er vert að hafa í huga. Féiag ísienzkra rafvirkja Arshátíð F. f /r 150 ára afmælis C minnst annað kvð í TILEFNI af 150 ára afmæli Chopins verða haldnir hátíðatón leikar í Þjóðleikhúsinu mánu- daginn 22. þ. m. í sambandi yið þessa tónleika hefur verið fenginn hingað pólsk ur hljómsveitarstjóri, Bohdan Wodienzko að nafni. Böhdan kom hingað til lands sl. mánu- dag og hefur haft tvær æfingar með Sinfónfúhljómsveitinni. í PRAG Bohdan er fæddur í Varsjá. Hann lagði stund á tónlist jafn- framt menntaskólanámi. Að loknu stúdentsprófi fór hann til Prag, þar sem hann nam hljóm- sveitarstjórn við Tónlistaraka- demíuna. Árið 1839 lauk hann burtfararprófi frú Konservatórí- inu í Varsjá. kennari Bohdan hefur verið aðal- hljómsveitarstjóri og skipu- leggjanri Baltneskú fílharm- oníunnar í Gdansk, aðalhljóm sveitarstjóri fílharmoníunnar í Lodz, aðalhljómsveitarstj óri og ráðunautur fíiharmoníunn- ar í Krakow. Hann hefur einn ig verið kennari í hljómsveit arstjórn við ærði tónli'star- skóla í Póllandi. j Bohdan hefur unnið mikið starf í Póllandi við að útbreiða og kynna nútímatónverk í Pól- landi. Hann hefur fari'ð tón- leikaferðir um mörg lönd Ev- rópu. Verk þau, sem hann mun stjórna á tónleikunum hér, eru eftir Chopin og Moniuszko, en sá síðarnefndi er einn fremsti, tónsmi'ður Pólverja. Tónleikarnir hefjast með því að flutt verður verk eftir Moni- usz'ko. Það er kon'sertforleikur, síðan verður flutt annað verk eftir sama höf., er það Mazur úr óperunni Halka, sem er eins konar þjóðarópera Pólverja. Næst verður lei'kinn Polonaise eftir Ghopin fyrir píanó og hljómsveit. Einleik leikur Jór- unn Viðar. Efti'r 'hlé verður leikinn píanó consert nr. 1 í e-moll eftir Cho- pin. Einleikari er Rögnvaldus Sigurjónsson. | } HÁTÍÐAHÖLD j Á undan tónleikunum flytur Páll í'sólfsson ávarp fyrir höndi Hljómsveitarráðs. Þenna sama dag fara fram víða um heim mi'klir hátíðatón- leikar til minningar um Ghopin. í Póllandi fer fram þriggja vikna tónlistarhátíð helguð Chopin. ( Bohden stjórnar Sinfóníuhljómsveitinni. annes á h o r n i verður í Sjálfstæðishúsinu föstudaginn 28. febr. n.k. íslenzkur þorramatur. Góð skemmtiatriði. Dans. Aðgöngumiðar afgreiddir í skrifstofu félagsins þriðj dag 23. og miðvikudag 24. þ. m. kl. 5—7 s. d. Nefndin. •fc Verður hægt að bjarga Kolviðarhóli? ■fe Áhugamenn á fundi. ýý Reykjavíkurbær bíð- ur á meðan. ^ Togaraskipstjóri ræð ir um reglusemi sjó- manna. FRESTAÐ ' hefur verið að brjóta niður bygingar á Kolvið- arhóli og jafna yfir þær svo að eHki sjáist steian yfir steini.— Ástæðan fyrir frestuninni mun vera sú, að áhugamenn hafi kom ið að máli við framkvæmdaborg arstjórann, eða hvað maður á aS kalla hann — og farið fram á að hle væri gefið til þess að hægt væri að athuga allar aðstæður. Hann mun hafa sagt: „Já, sjálf- sagt. Athugið málin — og kom- ið með tillögur“. — Og áhuga- mennirnir munu hafa stigið upp u"í bifreið og tekið með sérfræð- inga upp á Hói tii að gera áætl- anir. — Og svo boða þeir til fundar á fimmtudaginn kl. 4 í Tjarnarcafé uppi. ALLIR, sem hafa áhuga fyrir málinu eru velkomnir á fundinn og þar var mikið fjölmenni. Get- um við bjargað Kolviðarhóli? Það er spurningin. Yfirvöld Reykjavíkur munu hafa hug á því, en þeim mun ekki ljóst hvernig eigi að haga björgunar- starfinu. Mér lýst þannig á eins og ég hef raunar sagt áður, að áhugamenn eigi að bindast sam- tökum og starfa með Reykjavík- urbæ að björguninni, en átthaga félög Árnesinga og Rangvellinga — og þau eru nokkur hér í borg inni, ásamt ungmennafélögum, öðrum félögum, og hreppsfélög- um austan fjalls, taki síðan hönd um saman. ÉG HELD að ef það tekst að koma á slíkum samtökum og þau eignast sterka og myndar- lega yfirstjórn, þá verði málinu borgið. Áhugi manna á fundin- um á fimmtudag lofar góðu um að björgunarstarfið muni takast. Allir, sem til máls tóku voru bjartsýnir um það, — og að minni hyggju tókst vel um val á forystumönnum. Ekkj er rétt að láta tilfinningarnar einar ráða um lausn málsins, heldur verði byggð á hagkvæmum grund- velli. Aðalatriðið er að koma Kolviðarhóli í byggðá. Það upp- lýstist á fundinum, að hús eru alls ekki eins illa farin á Hóln- um og maður skyldi hafa ætlað. Það er gott. Því léttara verður starfið. ! I. FXRIR NOKKRU birti ég bréf frá Halldóri Kristjánssyni á Kirkjubóli og var í því minnst á tvo togara, sem komið höfðu í höfn á Vesturlandi beint frá Reykjavík og tók annar togar- inn víra úr hinum. Var látið liggja að því, að ástæðan fyrir, þessu hefði verið sú, að drykkju skapur hefði verið svo mikilli um borð í togurunum að ekki þótt mögulegt að athafna sig áður en lagt var af stað úr Reykjavík. > SKIPSTJÓRINN á togaranuxn, sem tók vírana hefur komið aS máli við mig. Hann segir: „Það er alveg rangt, sem sagt var i bréfinu um ástæðuna fyrir því, að við urðum að taka víra úr öðrum togara um jólin vestur á land. Ég hafði verið á veiðum einn sólarhring þegar í ljós kom að vírarnir voru óhæfir eða svo gott' sem. Ég lcallaði því upp út- gerðina í Reykjavík og bað um að mér yrðu sendir vírar með togara sem var að fara vestur og það tókst. Þegar svo togar- inn kom með vírana beið ég hans. UM DRYKKJUSKAPINN vil ég segja þetta: Það getur vel verið að togarahásetar eða sjó- menn yfirleitt láti sér of annt Framhaid á 14. síðu. ig iC21. febr. 1960' ið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.