Alþýðublaðið - 21.02.1960, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 21.02.1960, Blaðsíða 4
EFTIK rúmlega þrjár vikur kaamr ráðstefna Samei'nuðu |jjóðanna um landhelgismálin saman í Genf í'Sviss. Munu ísiendingar fylgjast með störf- u n Ihennar af miklum áhuga, enda á engin þjóð meira undir Úrslitum en einmitt við. Á þessu stigi málsins er ó- , hlaft að spá nokkru um úrslit ráðstefnunnar. Vitað er, að inarar þjóðjir hafa haft í frammi margvíslegan undir- toúni'ng, gefið út rit, haldið laynilegar ráðistefnur og gert út sendimenn. Meðal þessara þjóða eru íslendingar. Hér hef ur starfað um langt skeið níu manna undirbúningsnefnd, og eiga þessir menn sæti í henni: Hans G. Andersen, formaður; Oavíð Ólafsson, Jón Jónsson, Banedikt Gröndal, Sigurður Bjarnason, 'Þórarinn Þórarins ; son, Lúðvík Jósefsson, Gunn- ■ laugur Briem og Hinrik Sv. Björnsson. Utanríkisráðuneyt- ið hefur, meðal annars fyrir tillögur þessarar nefndar, gef- ið út hvítar bæ'kur, boðið hing að blaðamönnum frá mörgum , löndum og haft í frammi margvíslegan annan undirbún r ing. ☆ HVÁÐ GERÐIST SÍÐÁST! Litlar upplýsingar liggja fyrir opinberlega um afstöðu ■einstakra ríkja, en fróðlegt get ur verið að rif ja upp, hvernig þessu jnáli reiddi af á fyrri ráðstefnunni, sem haldin var í Genf 1958. Landhelgi og fiskveiðitak- mörk voru til umræðu í fyrstu nefnd ráðstefnunnar í Genf 1958 og komu þar fram 13 megintillögur um landhelgina. Svo fór, að eng- in þeirra fékk meirihluta í nefndinni, nema 'hluti af til- lögu Kanadamanna, sem á- kvárðaði 12 mína fiskveiði- tnörk. Sú tillaga hlaut 37 at- kvæði gegn 35* en 12 sátu hjá. Á þingfundi þurfti hins veg- ar tvo þriðju atkvæða til að tillaga næði löglgeu samþykki , og hlaut engin tillaga þann mairihluta. Ðornar voru upp á þingfundi fjórar tillögur. Kanadiska tillagan, sem ; nefndin samþykkti, fékk 35 at- kvæði, 30 á móti en 20 sátu lijá. Hún var þarmeð fallin. Tillaga Bandaríkjanna um sex mílna landhelgi, sex mílna . fiskveiðisvæði þar fyrir utan með þeirri undantekningu, að ríki, sem lengi hefðu veitt á jþví svæði, skyldu fá að gera 1 |*að áfram, hlaut 45 atkvæði, 33 voru á móti, 7 sátu hjá. — . i»essi tillaga, sem fslendingar voru tnjÖg mótfallnir, komst ■. |>ví næst samþykkt, en hlaut f• |>ó ekki tvo þriðju atkvæða. Tillaga frá 8 ríkjum í Asíu, ? Afríku og Ameríku, þess efn- • ís að landhelgi mætti vera alit að 12 míium og fiskveiðitak- mörk 12 mílur, hlaut 39 at- kvæði, 38 voru á móti, en 8 sátu hjá. Loks var tillaga Sovétríkj- anna, sem ekki vildu greina sundur landhelgi og fiskveiði- takmörk, og hafa aðeins 12 mílna almenna landhelgi. Hún hlaut 21 atkvæði, 47 á móti og 17 sátu hjá. ☆ RÍKBN NÚ! stefnuna, og stendur hún í 4-5 vikur. Ekkert hefur verið birt um sendinefnd af ísiands hálfu, en 1958 fóru til Genf tveir ráðherrar og þriggja manna nefnd, sem í voru Hans, Davíð og Jón. ☆ AFMÆLI Það hefur ekkert komið fram síðustu tvö árin, sem bendir til annars en að afstaða hinna mikilvægustu ríkja sé óbreytt eða lítt breytt, og bar- áttan í Genf muni standa um svipaðar tillögur og síðast. — Gera má ráð fyrir kanadiskri tillögu um 6 mílna landhelgi og sex mílna fiskveiðibelti (6+6), og rússneskri tillögu um 12 mílna landhelgi, en enga sérstaka fiskveiðiland- helgi. Sennilega hallast Banda ríkjamenn að svipaðri tillögu og síðast (sem kallað var 6+6 -e-6), þótt þei'r hafi ekkert lát- ið uppi um það. Líklegt er að Bretar beiti styrk sínum að einihverri slíkri tillögu. Kann því að fara svo, að baráttan verði milli kanadiskrar og bandarískrar tillögu, því rúss- neska tillagan kemur varla til greina, ef dæma má eftir at- kvæðamagni hennar á síðustu ráðstefnu. Fyrir þá, sem fylgjast vand- lega með þessum málum, er fróðlegt að sjá nafnakallið um bapdarísku mi'ðlunartillöguna (6+6-h6) á síðustu ráðstefnu. Þessir studdu hana: San Mar- ino, Spánn, Svíþjóð, Sviss, Thailand, Tyrkland, Suður- Afríka, Bretland, Bandaríkin, Viet Nam, Ástralía, Austur- ríki, Belgía, Bolivía, Brazilía, Cambodia, Ceylon, Kína (For- mósa), Kúba, Danmörk. Domi'- nikanska lýðveldíð, Frakk- land, Þýzkaland, Ghana, Grikkland, Haiti, Vatíkanið, Honduras, Indland, íran, ír- land, ísrael, Ítalía, Laos, Lúx- emburg, Málaya, Monaco, Hoi- land, Nýja-Sjáland, Nicarag- ua, Noregur, Pakistan, Para- guy Og Portúgal. Á móti þessari ti'llögu voru: ísland, Saudi-Arabia, Túnis, Úkranía, Sovétríkin, Egypta- land, Uruguy, Venezúela, Júgó slavía, Albanía Argentína, Búlgaría, Burma, Byelorúss- land, Kanada, Chile, Colom- bia, Tékkóslóvakía, Ecuador, E1 Salvador, Guatemala, Ung- verjaland Indónesía, Jórdanía, Kórea, Lebanon, Libía, Mexi- kó, Moroeco, Panama, Perú, Pólland og Rúmenía. Hjá sátu: Afghanistan, Costa Ri'ca, Finnland, Iraq, Japan, Nepal og Filippseyjar. Nú er eftir að vita, hvernig afstaða þessara ríkja verður í Genf eftir nokkrar vikur. — Um 90 þjóðir munu sitja ráð- Fyrir nokkrum dögum át.ti hæstiréttur 40 ára afmæli.'' — Var ástæða til að mi'nnast þess afmælis, því þróun réttar- ins er ein þýðingarmesta hlið á viðleitni þjóðarinnar til að halda hér uppi frjálsu þjóðfé- lagi. Munu flestir á einu máli um, að. hæstiréttur hafi skip- að sér hinn virðulegasta sess á liðnum áratugum, og þeir menn, sém þar hafa setið, eigi skildar þakkir þjóðarinnar. Sé þetta afmæli hins vegar notað sem 'tilefni til athugun- ar á veg og virðingu laganna í þjóðfélagi okkar, yerður nið- urstaðan næsta ískyggileg. — Það hefur. komið þerlega í ljós hina síðustu naánuði, að íslenzka þjóðin getur varla tal izt til löghlýðinna og heið- arlegra mannfélaga, heldur virðist þrífast hér á landi megnasta fjármálaóreiða, — sukk og svindl, svo að úr hófi keyrir. Menn, sem höfðu í einfeldni sinni haldið, að ís- lendingar væru þjóð heiðar- le'kans, verða að viðurkenna, að hér þróast stórfelld siðferð- isleg spilling, sem óhjákvæmi lega skipar okkur skör lægra en þeim nágrannaþjóðum, sem við oftast berum okkur' sam- ap við. Lítum á eftirtalinn lista yf- ir stofnanir og fyrirtæki, þar senj yfirvöldin hafa síðustu mánuði rannsakað meiri eða tninni f jármálaóreiðu, eða vit- að er um sljka spilHngu: Póst- og símamálastjórnin, Innflutnings- og gjaldeyrisr nefnd, Bæjarsjóður Vestmanna- eýja, • Kaupfélag Vestmannaeyja, Rakarasveinafélagið, Útflutningssj óður (meðal bótaþega), Olíufélagið eg HÍS. ☆ YANTAR FANGELSI Þessi listi er engan veginn tæmandi, pg þó veit hvert mannsbarn, að fjöldi fyrir- tækja, sérstaklega ein'kafyrir- tækin, kæra aldrei til opin- berra aðila slíkt misferli, held ur hilma yfir það. Hér verður að styrkja mjög verulega siðferðisþrek lands- manna, og höfuðleiðin til þess er sú hin gamla og góða að herða á refsingum, láta engan sleppa, háan eða lágan, og láta menn afplána þær refsing ar, sem þeim eru dæmdar. — Sérsta'klega eru fangelsismál- in í slíkum ólestri, að menn bíða langtímum eftir að kom- ast að, og fer þá oft svo, að ekkert verður úr refsingunni. Smám saman hafa menn van- izt á þá tilhugsun,_ að þeir muni alltaf sleppa — að minnsta kosti gegn einhverri sektargreiðslu. Það er lífsháski fyrir ís- lenz'ka lýðveldið, ef slík spill- ing, sem hér hefur werið ríkj- andi, breiðir um sig. Þess vegna verður að taka í taum- ana á þessu sviði og öðrum, þar sem lög eru höfð að engu. Nægir þár að benda á skatta- löggjöf.ina, umferðalögin, gj aldeyrislögin, tollalögin og áfengislöggjöfina. ☆ HVERS KONAR LÁN! Það var athygiisvert í um- ræðupum um efnahagsmálin, að rnikið var deilt um lántök- ur undanfarinna ára. Fram- sóknarmenn héldu fram, að þær hefðu allar verið til þarf- legrar uppbyggingar, og því skipti engu máli þótt afborg- anir og vextir væru þung byrði. Stjórnarsinnar sögðú hins vegar, að mi'kill hluti láu anna hefðu ýmist verið eyðslui lán eða þess kyns lán, að þau væru fjárhagslega mjög var- hugaverð. . í í sumum tilfellum hafa báð- ir aðilar nokbuð til síns máls. Tökum sem dæmi, að íslan<8 taki 2 milljónir dollara að láni. Dollurunum er varið til að kaupa ávexti og tóbak, sem flutt er til landsins. Andvirðii ávaxtanna og tóba'ksins í ís- lenzkum krónum er notað tll að greiða tolla af vélum til Sogsvirkjunarinnar. Segja má, að þetta sé lán tií Sogsvirkjunarinnar. En er, þetta iheilbrigt lán fyrir þjóffi eins og íslendinga? Er þetta sú braut, sem við eigum að feta áfram? Því hlýtur hver hugsandi .maður að svara neit andi. Við hljótum að stefna fast að því að fá lán fyrir er- lendum kostnaði framkvæmda — en afla innanlands fjár fyr- ir innlendum kostnaði. Dæmið að ofan er að visu tilbúið, en mörg lán hafa ver- ið tekin, sem eru svipaðs eðl- is og þetía. Slíkar.lántökureru ekki heilþrigð fjármálapóli- tík, þótt segja megi, að þau renni endanlega til fram- kværnda. Umboðsmenn: KRISTJÁH Ó. SKAGFJÖRD H.F. Sími 24-120. Danslelbur í 21. febr. 1960 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.