Alþýðublaðið - 21.02.1960, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 21.02.1960, Blaðsíða 3
ma verð smiúrinu FIMMTÍU tonn af dönsku smjöri, sem Viðskiptamálaráðu neytið hefur keypt, koma hing- að til lands með Gullfossi á morgun. Uppskipun hefst í fyrsta lagi síðdegis á morgun og er ekki að búast við smjör- Stjórnarkjör í Múrarafélaginu. STJÓRNARKJÖR fer fram í Múrarafélagi Reykjavíkur nú úm helgina. Verður kosið í skrifstofu félagsins kl. 1-10 í dag. A-listi stjórnar og trúnað- armannaráðs er skipaður þess- um mönnurri: Form. Einar Jóns son, varaform. Jón G. S. Jóns- son, ritari Stefán Einarsson, förm. félagssjóðs Hilmar Guð laugsson, formaður styrktar- stjóðs Pétur Þorgeirsson og varastjórn: Baldvin Haralds- son, Jón V. Tryggvason og Ein inu í verzlunum fyrr en á þriðjudag seint eða jafnvel ekki fyrr en á miðvikudag. Samkvæmt upplýsingum Osta- og smjörsölunnar s.f., sem annast dreifingu á danska smjörinu, er hér um að ræða pakkasmjör af þeirri tegund, sem Danir selja á heimsmark- aðnum, svo að varan hlýtur að vera góð. SAMA VERÐ. Danska smjörið mun kosta um 8 kr. danskar (gamla geng- ið), en hér verður það selt á sama verði og íslenzkt smjör og fyrirkomulag sölunnar það sama, þ. e. mun ódýrara gegn miðum. Flestar búðir eru nú orðnar smjör- og smjörlíkislausar, svo að margir munu fagna danska smjörinu. Áætlað er að þessi 50 tonn endist í rúman hálfan mánuð, en önnur 50 tonn munu koma á markaðinn frá Dan- mörku um miðjan marz-mán. MWMMMWWMWMMMWW Verðandi sjómenn STARFRÆKT hefur ver- ið í vetur sjóvinnunám- skeið fyrir drengi á aldr- inum 12—16 ára, á vegum Æskulýðsráðs. Aðsókii hefur verið mikil og eru þar nú um 100 strákar, seip lsera að ríða net, splæsa kaðla og víra og sitthvað það sem að sjó- mennsku lýtur. í vor verð ur síðan reynt að koma þeim sem vilja í skips- rúm og auðvitað ætla þeir allir á sjóinn. Strákarnir hérna eru að æfa sig í að hnýta hnúta. IMMMMMMMMMMMMMMMW Kamp- mann Haf in framleiösla tekur Eftir tilraunir i 5 ár: Trúnaðarbréf afhent HINN nýi ambassador Dana á íslandi, herra Bjarne W. Paulson, afhenti í dag forseta íslands trúnaðarbréf sltt við hátíðlega athöfn á Bessastöð- um. Viðstaddur athöfnina var utanríkisráðherra. Vegna andláts H. C. Han- sens, forsætisráðherra Dan- merkur, var hádegisverðarboði fyrir hinn nýja ambassador og frú hans aflýst. á bíialakki hér FYRIR nokkru hóf Málning- arverksmiðjan Harpa h.f. fram- leiðslu á bílalökkum. Fram- leiðsla þessi er algjör nýlunda hér á landi, og er Harpa fyrsta málningarverksmiðjan hérlend- is, sem framleiðir slík lökk. Málningarverksmiðjan Harpa hefur starfað í 23 ár, og er hún stærsti' málningarframleiðand- inn hérlendis. Verksmiðjan framleiðir um 80% af heildar- framleiðslu málningar hér á landi. Starfslið verksmi'ðjunnar er að jafnaði rúmlega 70 manns. Þar af vinna að staðaldri 9 manns eingöngu við rannsókn- ir. TILRAUNIR. Tilraunir að framleiðslu á bílalakkinu hófust fyrir fimm árum, og hafa haldið áfram stöð ugt isíðan. í lakkið munu fara 15—20 teg. af hráefnum, en hrá efnin sem notuð eru, hafa verið fengin frá Bandaríkjunum. — Fyrsti' bíllinn. sem var málaður með lakki þessu, var málaður í marz 1955 og hefur lakkið á honum reynst prýðilega. Lakkið er nýkomið á mark- aðinn, og eykst eftirspurnin dag frá degi. Bílasmiðjan h.f. hef- ur notað lakk þetta á nokkrar bi'freiðar, sem þar hefur verið byggt yfir. Vel er látið af lakk- inu hvað snertir eiginleika þess við notkun. -Lakkið hefur verið framleitt í fjórum höfuðlitum, en ráðgerð er framleiðsia á fleiri litum. FLEIRI GERÐIR. í sambandi við framleiðslu á la'kki þessu er einnig framleidd ur riðvarnargrunnur og lakk- grunnur, og er hvorttveggja notað við málningu á bílum. Nú hafa komið á markaði'nn af hinu nýja lakki rúm 4 tonn. VERKSMIÐJUR. Hér á landi eru nú 3 máln- ingaverksmiðjur fyrir utan Hörpu h.f. það er Málning h.f, Sjöfn á Akureyri og Sliþpurinn, sem nær eingöngu framleiðir grófa skipamálningu. viö ÞAÐ var tilkynnt í Kaup- mannahöfn í gær, áð Viggo Kampmann f j ármálaráðherra Danmerkur mundi taka við sem forsætisráðhera af H. C. Han- sen, er lézt í fyrrakvöld. Þá hefur verið boðaður fundur í miðstjórn dianska Alþýðuflokks ins til þess iað kjósa nýjan for- mann flokksins. FORSETINN SENDIR SAMÚÐAR- KVEÐJUR í TILEFNI af andláti H. C. Hansens, forsætisráð- herra Dana, hefur forseti fslands sent Friðrik Dana konungi samúðarskeyti. Ennfremur hafa forseta- hjónin sent ekkju forsæt- isráðherrans, frú Gerda Hansen, persónulega sam- úðarkveðju. Kveðjuorð Ólafs Thors VEGNA fráfalls H. C. Han- I sen, forsætisráðherra, flutti Ól-1 afur Thors, forsætisráðherra, efti'farandi kveðjuorð í hádegis- útvarpinu í gær: „Aðeins rúm fimm ár eru um- liðin frá því, að forsætisráð- herra Dana, Hans Hedtoft féll frá á bezta aldursskeiði, rúm- lega fimmtugur. Sá mæti og mikilhæfi maður var öllum harmdauði, sem hann þekktu. Enn hefur dauðinn kvatt dyra hjá Dönum og kallað brott for- sætisráðherra þeirra, H. C. Han- sen, sem andaðist í fyrrakvöld á bezta aldursskeiði, tæplega fimmtíu og f jögurra ára gamall. Ég hafði lítil persónuleg kynni af hinum látna forsætis- ráðherra, en nóg til þess að vita, að hann hafði hlotið ó- venju fjölhæfar og ágætar gáf- ur í vöggugjöf. Og af afspurn veit ég einnig, iað hann var drengur góður og sérstaklega farsæll í starfi, enda naut hann trausts og virðingar þjóðar sinn ar. Eg flyt okkar dönsku vina- þjóð dýpstu samúðarkveðjur, er hún á nú á bak að sjá einum sinna ágætustu sona. Veit ég, að ég nyæli þar fyrir munn allra íslendinga, sem þakka einlæg- an vinarhug hans til íslenzku þjóðarinnar. Á þessari stundu hugsum við öll hlýtt til þjóðar hans og ætt- jarðar og ekki sízt til ekkju hans og ástvina allra og biðjum þeim öllum blessunar“. SMJÖRLÍKIS- LAUST SM J ÖRLÍKIS-gerðirnar í Reykjavík eru búnar með hrá- efnisbirgðir sínar, og hlýtur því að verða verðhækkun á smjör- líki þegar í þessari viku. Hrá- efni er til í landinu, en yfir- færslur fyrir því fengust ekki fyrir ráðstafanir og það var því ekki tollafigreitt. Hefur verið alveg smjörlíkislaust síðustu daga og mikil óánægja ríkt með al húsmæðra. Verðgæzlustjóri skýrði AI- þýðublaðinu frá því í gær, að skrifstofa hans fylgdi'st að vanda með birgðum verksmiðj- anna, og væri engin ástæða til að ætla, að þær lumuðu á göml um hráefnisbirgðum. Alþýðublaðið — 21. febr. 1960 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.