Alþýðublaðið - 21.02.1960, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 21.02.1960, Blaðsíða 5
Minnisvarði séra NÝLEGA birti Morgunblað- ið viðtal við gamlan og góðan Vestfirði'ng, Jón Sigurðsson vél stjóra, sem á heima í Bergen í Noregi og hefur verið Þar í tugi ára. Þó að viðtalið sé ekki lan2t speglar það skemmti- lega þjóðrækni og tryggð Jóns. Án þess að blaðamaðurinn stuðli' á nokkurn hátt að því, minnist Jón Sigurðsson íþessu viðtali séra Sigtryggs Guð- laugssonar á Núpi af fagurri ræktarsemi. Segir. hann. sem satt er, að slíkur maður ei'gi ekki að gleymast og sé verður minnisvarða, og vísar því máli til nemenda séra Sigtryggs. í því tilefni þykir mér rétt að benda Jóni Sigurðssyni' og öðrum á tvennt, sem þetta mál varðar. Það er þá fyrst, að þegar séra Sigtryggur Guðlaugsson var sjötugur var fenginn mynd höggvari til að móta brjóstmynd af honum. Sá lista maður er gamall Dýrfirðingur, Kristinn Pétursson frá Næfra nesi'. Það voru nemendur séra Sigtryggt sem stóðu að þeirri framkvæmd en samkennari hans og eftirmaður við skóla- stjórn, Björn Guðmundsson, átti þar þó mestan hlut. Þessi mynd var steypt úr eiri og er ei'gn skólans á Núpi og hefur staðið þar, í kennslustof u síð- an haustið 1932. Það munu allir mæla, sem til þekkjia-, að Kristinn Péturs- son hafi unnið gott verk og með prýði mótað svip séra Si'g tryggs í þessa mynd. Hvar sem henni kann síðar að verða valinn staður er hún þarna steypt úr varanlegu efni, — hvort sem vera skal úti eða inni. Hitt er svo miklu býði’ngar- meira atriði í þessu sambandi. Séra Sigtryggur hefur sjálf- ur eftirlátið okkur örugga vitneskju um Það hverni’g hann vildi helzt að þeir minnt ust sín, sem það vildu gera í verki. Hann hefur skrifað í bók söguna um garðinn sinn, Skrúð á Núpi'. Þar eru rakin tildrög garðsins og saga 'hans í 40 ár, 1909'—1949. Það er merkileg saga um hugsjónir og ræktun. Þar lýsir séra Sig- tryggur líka hugmyndum sín- um um það hvað hægt væri að gera og ætti að gera í garð- inum og segir síðan: „Gæti' þá þeissi garður snúizt rneira að fræðilegum og til- raunalegum efnum, safnað því, sem vert er að sýna og taka eftir á sviði gróðrar —■ verið ofurlítil gróa Vestfjarða í sambandi við skólann“. Séra Si'gtryggur notar hér orðio gróa um það, sem ýmsir aðrir myndu nefna Góru. Þegar Sigtryggur hefur lok- ið 40 ára sögu Skrúðs segir hann að lokum: „Það eru eftir allmörg ó- skrifuð blöð í bók þessari. — Hvað liggur fyri'r þeim? — Skyldi það verða ævinleg auðn — elligulnan og fúnan, af því að meðfarendum þyki eigi vert að halda á lofti framhaldi eða örlögum þess efnis sem grei'nir frá hér að framan. — Þungt er mér að hugsa til þess“. Sagt hefur verið frá ofur- lítilli hugsjón, sem varð að framkvæmd nokkurri en í fá- tækt frá fleiri hliðum . . . Þó hefur ávöxtur þessarar hug- sjónar lifað í 40 ár, þróást og blessast vonum fremur sé. bor ið saman vi'ð aðstæðurnar og verið eigi svo fáum ánægju- efni. Ætti þá þessi lífsávöxt- ur nú að deyja út og grafast í kyrnþey. Vitanlega þarf hann enn og jafnan eins og allt líf umhyggju, aðdrætti og að- búnað til viðhalds, þroska og og framleiðslu nýrra ávaxta sinnar tegundar. Framanskrifuð blöð bókar þessarar, einkum hin síðustu, sýna ótvírætt ellimörk og hrörnan, — bráðum uppgjöf nokkurra stuðningskrafta um- rædds gróðrarstafs. Ætti' það að vera ímynd og sönnun þess að framkvæmd áðurnefndrar 'hugsjónar sé nú að þrotum komin? Æ, nei. Því eiga eftir- farandi rituð blöð skýrt að mótmæla — sýna og sanna með útliti og orðum endurnýj- aðra kraftana í þjónustu Skrúðs, — endurnýjanda og gi'ldi, sæmandi þáttur sannrar viðbætandi fegurð hans og skólamenntunar á fornfrægu höfuðbóli: „Ég hverf bráðum af sjón- arsviði, en finnist þeim sem eftir dvelja, nokkurs vert um komu mína þangað, þá minnast þeir hennar á mér kærastan hátt með varð- veizlu og aukning gróðurs og náttúruminja í Skrúð, að hann beri nafn með rentu í fleiri og fleiri 40 ár og sanni það að „maðurinn plantar og sáir en guð gefur ávöxtinn“. Ég kæri míg ekki um meitl aðan stein á gröf mína en þakka innilega þeim, er sýna í Skrúð fagran gróður náttúr unnar á áður hrjóstrugum stað. Látið bók þessa skýra frá því liér á eftir og að lokum.“ Séra Sigtryggur vissi það vel að Skrúður er lifandi minn isvarði þeirra hjóna. Garður- i'nn má nú þegar teljast til hinna merkarisögul'egraminja á Vestfjörðum auk þess, sem hann hefur menningarhlut- verki að gegna frá ári til árs og kyni til kyns með því að vera ti'l fróðleiks og vakning- J ar í ræktunarmálum. Áður en séra Sigtryggur lézt samdi han drög að reglu- gerð fyrir Skrúð og afhenti skólanefnd Núpsskóla garð- inn. Hann á að vera sjáilfstæð stofnun með sjálfstæðu reikn- ingshaldi en í tengslum við skólann. Af framlögum til Skrúðs á síðari árum myndaði séra Sig- tryggur sjóð, sem hann neíndi Skrúðsstuðul. Skrúðsstuðull stendur straumafframkvæmd um við garðinn. Ilann er að sjálfsögðu í vörzlu skólanefnd ar Núpsskóla. Það má kalla að þau orð, sem hér hafa verið tilfærð eft- ir séra Si'gtrygg, séu síðasta kveðja hans til nemenda og annarra samferðamanna. Hitt munu allir némendur hans skilja að samboðnast er hon- um að hans sé minnst í þjóð- nýtu menningarstarfi. Æri'n verkefni eru fyrir höndum í sambandi við Skrúð. Þeim, sem þar eiga til að sjá, er vitanlega örvun og gleði að hverskonar liðveizlu. Annars sé ég ekki' ástæðu til að láta fleiri orð frá mér fylgja Þesasri síðustu kveðjú séra Sigtryggs Guðlaugsson- ar. Halldór Kristjánsson. STJÓRN og meðlimir Sölu- samlags ísl. fiskframleiðenda hafa að undanförnu athugað rækilega möguleikann á því, að breyta Iögum SÍF, þannig, að hver framleiðandi fyrir sig beri skaðann af skemmdri vöru sinni, en ekki meðlimir í heild, eins og nú er. Þetta hefur áður verið mikið rætt innan SÍF, en þegar í ljós kom, að saltfiskur sem seldur var fyrir nokkru til Jamaica hafði skemmst mikið, var aftur tekið að athuga, hvort breyta skyldi lögum félagsins um skaðabótaskyldu. Ákvörðun, sem þessa, er ekki hægt að taka nema á aðalfundi, en hann verður haldinn í júní- mánuði n. k. Búizt er við, að breyting verði látin ná til árs- framleiðslunnar 1960, nái hún samþykki aðalfundarins. Fiskimatið er framkvæmt af matsmanni, sem launaður er af hinu opinbera. Það er hann tcm tekur ákvörðun um flokkun og þurrkstig fisksins, en ekki framleiðandinn. Þess vegna he£ ur ekki þótt rétt, að framleið- andinn beri einn. skaðann af skemmdum. Merkjasala S. V.F. I. verður / daa HINN ÁRLEGI merkjasölu- dagur Kvennadeildar SVFÍ fer fram í dag. — Þennan sama dag er einnig kaffisala í Sjálfstæð- ishúsinu á vegum félagsins. ins. Kvennadeild SVFÍ var stofn- uð fyrir tæpum 30 árum, þann 28. apríl 1930. Frá árinu 1944 hefur merkja- og kaffi'salan far ið fram á fyrsta góudegi ár hvert. Slysavarnafélagið hefur ekki annan tekjustofn en frjáls fram lög fólksins, og hjá Kvenna- deildinni starfa ávallt þrjár nefndir til fjáröflunar: Hluta- veltunefnd, merkjasölunefnd og kaffisölunefnd. Ágóði af fyrstu merkjasölu deildarinnar er var árið 1930 var 630 kr., og þótti góður. — Síðasta góudag varð ágóði af merkja- og kaffisölunni 53 þús. krónur. Að sjálfsögðu byggist Sjómenn Framhald af 1. síðu. eð þar geta þeir haft betra upp úr sér. Talið er, að vandamálið í sambandi við menn á bátana muni aukazt eftir því sem fleiri bátar hefja netaveitar. Er greinilegt, að þetta vandamál á eftir að koma hart niður á togurunum, þar eð kjörin eru nú betri á hátunurn en togur- unum. þessi mi'kli ágóði á því að öll vinna, efni og leiguhúsnæði er gefið, og eins fyrir þær sakir, hve bæjarbúar bregðazt alltaf vel við. Merki' félagsins verða af- greidd í dag á eftirtöldum stöð- um: Grófin 1, Melaskólanum, Vesturbæjarbarnaskólanum (gamli Stýrimannaskólinn) — Austurbæjarbarnaskólanum, — Laugarnesskólanum, Langholts skólanum, Vogaskólanum, Rétt arholtsskólanum, Háagerðis- skóla, Sjómannals'kólanum og Ásgarði 1. *VVWWWMWMMMMMMMMW Þetta þarftu oð vita um ii AÐALFUNDUR félagsins ís land—Noregur var hald'nn í Háskólanum 15. febr. 1960 og fóru þar fram venjuleg aðal- fundarstörf. I stjórn félagsins voru kjörnir Hákon Bjarnason skógræktarstjóri, formaður, Kristmánn Guðmundsson rit- höfundur, Gunnar Dal skáld, Eggert Guðmundsson listmál- ari og Hannes Jónsson fyrrv. alþingismaður. Varamenn voru kjörnir Guðmundur Marteins- son, verkfræðingur, Ásmundur uGðmundsspn, fyrrv. biskup og Árni Bcðvarsson cand. mag. eru tvær þangað til dregið verður! um fyrsta bílinn í HÆB; (Happdrætti Alþýðublaðs- ins) —- spáuýjan Volbs- wagen. Hér eru nokkur HAB; umboð: RAFHA, Vesturveri (sími; - 10322). Öndvegi, Laugavegi 133;; (sími 14707). Drangey, Laugav. 58 (sími! 13111). Ritföng,. Laugavegi 12. Hlíðaturninn, Drápuhlíð 1.; ' Alþýðublaðið, afgreiðsla! í (sími 14900). Bókaverzlun Olivers SteinsJ! Hafnarfirði (sími 50045).! Þetta þurfið þið að at- huga. sem enn hafið ekki keypt miða í HAB: Það koma SEX nýir Volkswagen á HAB-mark-; aðinn á þessu ári! Það verður dregið um nýjan HÆB-híl annan hvorn mánuð það sem eft- ir er ársins! eru aðeins í HAB. 5.000! I Það númer Þó kostar miðinn aðeinsí 100 krónur. Og auk bilanna sex eru „uppbótarvinningar“, fexðáj lög til iitlanda, húsgögn og; , heimilistæki fyrix tug.il þúsunda. HAB er stærsta bílahapi drætti landsins Vinningsmöguleikarnir; eru hvergi meiri Hafið þetta hugfast: ÞAÐ ERIJ ADEINS 5.000 NIIMER í HAB. Alþýðublaðið — 21. febr. 1960 jg

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.