Alþýðublaðið - 21.02.1960, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 21.02.1960, Blaðsíða 11
: ' Ritstjóri: Örn Eiðsson Náði 2. bezta af- FRJÁLSÍÞRÓTTADEILD ÍR efndi til Innanhússmóts í há- stökki í ÍR-húsinu s. 1. föstu- dagskvöld og náðist ágætur árangur. Sigurvegari var Jón Þ. Ólafs- son, kornungur íþróttamaður / kvðld í KVÖLD keppa ÍR—Ár- mann og KR—Afturelding í I. deild í Islandsmótinu. Fyrr- nefndu liðin munu sennilega sigra, en Ármann og Aftureld- ing munu gera allt til að gera ÍR og KR lífið leitt. og stökk 1,87 m., sem er næst- bezti árangur íslendings innan- húss. íslandsmetið á Jón Pét- ursson, KR, og er það 1,97 m. — Jón Þ. reyndi næst við 1,92 m.’ og var mjög nærri því að fara yfir þá hæð. Þess skal get- ið að Jón notaði aðeins þriggja skrefa atrennu. Honum hefur farið mjög mikið fram í vetur og má mikils af honum vænta á næsta sumri. Úrslit keppninnar urðu ann- ars sem hér segir: 1. Jón Þ. Ólafsson, 1,87 m. 2. Karl Hólm, 1,70 m. 3. Kristján Eyjólfsson, 1,65 m. 4. 'Valbjörn Þorláksson, 1,60 m. 5. Brynjar Jensson, 1,60 m. Beztu sundmenn I DAG kl. 3 hefst í Sund- höll Keflavíkur sundmót á veg- um UMFK. Er sundmótið einn liður í íþróttakeppni, sem UMF K efnir til í tilefni af 30 ára afmæli sínu. Um 60 keppendur taka þátt í mótinu og hefur ýmsúm beztu sundmönnum landisins verið boðið til keppni. Má þar nefna Guðmund Gísla son, Ágústu Þorstei'nsdóttir og Einar Kristjánsson úr Reykja- ví'k, Sigurð Sigurðsson og Guð- mund Samúelsson frá Akranesi og Sigrúnu Guðmundsdóttir frá Hafnarfirði. Meðal Keflvíkinga, sem keppa á móti'nu, eru Hörður Finnsson, Guðmundur Sigurðs- son og Jóhanna Sigurþórsdótt- iir. Guðmundur keppnir í Keflavík í dag. Tottenham úr hikarkeppni ÞAÐ var ekki gott knatt- spyrnuveður í Englandi í gær, krapi og bleyta, enda var mörg- «m leikjum frestað. — í bikar- keppninni voru háðir átta leik- ir. og urðu úrslit' þeirra sem hér segir: Bradford—Burnley 2:2 Leicester—WBA 2:1 Luton—lVolves 1:4 Manchester Utd.—Sheff W. 0:1 Sheffield Wed. skoraði mark sitt úr vítaspyrnu. Port Vale—Aston Villa 1:2 Preston—Brighton 2:1 Sheff. Utd.—Waíford 3:2 Tottenham—Blackburn 1:3 ★ I deildarkeppninni urðu úr- slit þessi: I. DEILD: Arsenal—Everton 2:1 Nottingham—Fulham 2:2 West Ham—Newcastle 3:5 II. DEILD: Bristol—Derby 0:1 Cardiff—Hull 3:2 Charlton—Plymouth 5:2 Liverpool—Swansea 4:1 Scunthorpe—Middlesbr. 1:1 Sunderland—Leyton 1:4. Portsmouth—Huddersfield 2:2 Skautamátið í gær 500 M. HLAUP: Björn Baldurss., Akureyri 50,1 S gfús Erlingsson, Ak., 51,0 Skúli Ágústsson, Ak., 52,5 sek. 3000 M. HLAUP: Skúli Ágústsson, 5:54.3 mín. Björn Baldursson, 6:05,2 mín. Örn Indriðason, 6:19,0 mín. Stigin eftir fyrri daginn: 1. Björn Baldursson 110.987 st. 2 Skúli Ágústsson, 11.550 stig. 3. Sigfús Erlingss., 114.733 st. Mótinu verður haldið áfram í dag kl. 14 og verður keppt í 1500 m. og 5000 m. hlaupum. EIN helzta Olympíu- von Englendinga í dýfing um, er hin 15 ára Marian Watson, sem bæði er ensk ur meistari telpna og full- orðinna. Hér sést hún fylgjast með er verið er að ganga frá sérstöku stökkbretti, sem sett hefur verið upp í sundhöllinni í Bournemouth. — Bretti þetta er allnýstárlegt, það er þunnt til beggja enda og fjaðrar þar af leiðandi mjög mikið. Marian er eini keppandinn, sem má nota það þar eð aðrir eru taldir svo þungir að hættu legt geíi verið fyrir þá að stökkva af því. Elen Sighvats- son form. SKRR AÐALFUNDUR Skíðaráðs Reykjavíkur var haldinn 18. desember s. 1. Fundarstjóri var Stefán G. Björnsson. Meðal þeirra, er fundinn sátu, var forseti Í.S.Í., Benedikt G. Waage. Formaður, frú Ellen Sig- hvatsson, las skýrslu stjórnar- innar, sem bar vott um mikla starfsemi á síðastliðnu ári. 37 bókaðir fundir voru haldnir. Skíðakennsla: Um áramótin 1958—1959 gekkst Skíðaráðið fyrir skíðanámskeiði við skíða- skála KR-inga í Skálafelli. Námskeiðið var vel sótt og tókst ágætlega. Ráðið stjórnaði einnig skíða- kennslu við Arnarhól þegar tækifæri gafst og sótti hana fjöldi barna. Austurríski skíðasnillingur- inn Egon Zimmermann dvaldi hér á vegum Skíðaráðs Reykja- víkur um mánaðartíma. Dvöl hans hér varð reykvískum skíðamönnum lærdómsrík. Á árinu gekkst Skíðaráðið fyrir námskeiði í hjálp í við- lögum, en stjórnandi þess var Jón Oddgeir Jónsson. Ennfrem- ,ur voru æfingar fyrir starfs- ■nénn skíðamóta og sameigin- legár 1 ikfimisæfingar skíða- manna á s. 1. vetri. 8 skíðamót fóru fram í ná- grenni Reykjavíkur á s. 1. vetri. Reykvískir skíðamenn sóttu einnig skíðamót á Akureyri og á Siglufirði, en auk þess dvöldu nokkrir skíðamenn erlendis við æfingar og keppni. Gjaldkeri ráðsins er Ingi Eyvinds og las hann upp reikn- inga þess. Hagur Skíðaráðsins er nú allgóður, en aðaltekju- lind þess er hin árlega firma- keppni. Endurkosinn var formaður Skíðáráðs Reykjavíkur, frú Ellen Sighvatsdóttir (ÍK) en áðrir í stjórn eru nú: Bjarni Einarsson, Á; Ólafur Nilsson, KR; Ingi Eyvinds, Vah Logi Magnússon, ÍR; Magnús Thejl, Víking og Leifur Miillcr, SKR. SIDNEY, 20. febr (NTB). ÁSTRALSKI sundmeistarinn Jon Konrads setti í dag nýtt heimsmet í 220 yds. skriðsundi, synti vegalengdina á 2:01,1. — Fyrra metið átti hann sjálfur, 2:02,2, en fyrir skömmu synti hann á 2:01,9, en þaS met hefur enn ekki verið staðfest. Alþýðublaðið — 21. febr. 1960 U

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.