Alþýðublaðið - 21.02.1960, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 21.02.1960, Blaðsíða 13
Sjötugur EINS og fólki á Akranesi' er almennt kunnugt, hefur ver- ið og er unnið að Því, að Akra- neskirkja eignist pípuorgel. — Samið var við vestur-þýzkt orgelfirma um smíði á orgeli' fyrir kirkjuna, sem að dómi færustu hljómlistarmanna okkar er mjög fullkomið og í fremstu röð sinnar tegundar. fíefur mjög verið farið eftir áliti dr. Páls ísólfssonar í þessu máli. F’yrir um það bil hálfu öðru ári var leitað til safnaðarfólks um framlög ti'l orgelkaupanna. í það sinn söfn uðust um 50 þús. krónur, og var skerfur margra mjög rausnarlegur. Fyrir var nokk- ur fjárhæð, og með því, er síð- ar kom, var orgelsjóðurinn við 80 þús. krónur. Sótt var um gjaldeyrisleyfi fyrir orgelinu, og var þar góðum mönnum að mæta og einnig með yfir- færslu. Yfirfært var um helm- ingur þess, er hljóðfærið kost- ar, og sent til firmans. Bréf hefur nú borist þess efnis, að smíði orgelsi'ns sé fyrir nokkru lokið og sé það tilbúi'ð til heim sendingar. Áætlað er að orgel ið kosti uppkomið, mi'ðað við núverandi gengi (þar í all mik- il breyting, sem gera þarf á kikjunni vegna stærðar þess) um 200 þús. krónur. Rúmar 100 þús. krónur vantar því enn í sjóði'nn. Nú er treyst á samhug og samtök til að koma þessu máli í höfn. Það ráð verður ebki tekið að leita til fólbs með söfnunarlista, öðru sinni. Vonandi fæst þessi' upp hæð eigi að síður. Því safnaðar fólki, sem fram til þessa hefur ekki séð sér fært að stiðja þetta mál, er nú, og enn, opin lei'ð til að gjöra það, eftir á- stæðum. Er því treyst til sam- stöðu um framkvæmd þessa máls. Ýmsir hafa lagt fjárhæð til minningar um horfna ást- vini sína og vini, og þannig Sjiitugur í dag: Bjarni Björnsson ÞEIR. sem ganga um Aust urstræti hér í bæ, líta gjarn- an inn í raftækjaverzlunina Heklu. Erindið getur verið margskonar, altt frá að kaupa 5 kerta ljósaperu upp í það að semja um kaup á heilum kæliskáp. Vel gæti þá svo til þorið, að þeir hlytu afgreiðslu hjá fyrirmannlegum eldri mann. Maður þessi er Bjarni Björnsson, fyrrum bóndi að .Uppsölum í Miðfirði, nú Starfsmaður hjá syni sínum, Sigfúsi Bjarnasyni, stórkaup manni í Heklu. Bjarni er fæddur og upp- alinn í Núpsdalstungu í Mið firðí, af hinum á’gætústu ætt um kominn norður þar, enda oft þrft á þv£ að 'halda í við- burðaríkri og stundum erfiðri ævileið, að trájastir voru við- ir ætternis og upplags. Bjarni er prýfdur n/Trgum höfuð- kostum íslenzkrar bænda- stéttar og íslenzkrar höfðings lundar. Hann er höfðingjadjarfur á við hin„fornu hirðskáld þjóð- arinnar. Hann er hrókur alls fagn- aðar í vinahópi. Fyrirmannlegur er hann í fasi og framgöngu. Afturhald eða útúrboruhátt ur er honum eitur £ beinum og síðast en ekki sízt er mað urinn sérstakt ljúfmenni. sem ekkert má aumt sjá. Bjarni er giftur hinni á- gætustu konu, Margréti Sig- fúsdóttur frá Uppsölum, og eiga þau átta börn, sem eru hvert öðru traustari þegnar i þjóðfélagi okkar, enda sjálfs bj argarvi ðleitnin í blóð bor- in og alin upp við þann hugs unarhátt að bjarga sér sjálf, ©n kasta ekki áhyggjum sín- um uþp á aðra. í þessum fáu orðum mun á engan hátt gerð tilraun til að rekja ævistarf Björns, tenda alltof snemmt að fara að gera.honum nofckra grafskrift eins og allir vita, sem mann- inn þekkja. Aðeins 'hef ég viljað undir- strika nokkur persónuein- kenni mannsins eins og þau hafa komið mér fyrir sjónir £ 10 ára viðkynningu. Að lokum vil ég óska Bjarna hjartanlega til ham- ingju ajeð þennan mierka á- fanga á göngu hans upp á Sig urhæðirnar, þar sem við hitt umst öll að lokum. Bjarni Björnsson í dag dlvelst Bjarni á heim ili dóttur sinnar og tengda sonar, Hamrahlíð 7. B. S. tengt nafn þei'rra og það, sem þeir eiga um Þá x minning- unni, kirkju sinni og þeirra. Það er fögur tjáning vi'nátt- unnar. Eru ekki einlhverjir fleiri, sem vilja minnast sinna á þann sama veg? Ég veit að svo er. í þv£ til- feM munu tónar hins nýja hljóðfæris í hvert sinn vera þér því meira, er þú hugsar til þess, að vinargjöf þín er þeim samrofin. Vissulega er í mörg hom að líta 4 hverjum tíma og hjá hverjum einurni í fjár- hagslegu tilliti. En aldrei má Það gleymast né verða útujid an, sem horfir til menningar- auka fyrir Samfélagi'ð. Það mun sannast að þegar hið nýja og mikla hljóðfæri er komið á sinn stað hér heima, mun margur af njóta, bæjarfólki í heild, sér tíl yndisauka og uppbyggingar. —- Orgelnefnd Akraneskirkju skipa þessir menn: Karl Helgason sím- stöðvarstjóri og Jón Sig- mundss on sparisj óðsgj aldkeri f. h. sóknarnefndar, Finnur Árnason framkvæmdastjóri f. h. kirkjukórsins, Bjarni Bjarnason organleikari kirkj- unnar og undirritaður. Vin- samlegaSt ti'lkynnið eða kom- ið gjöfum ykkar til orgel- kaupanna til einhvers þess- ara manna. Akranesi, 9/2 1960. Jón M. Guðjónsson. HiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiifiM Lyftitæki 0.5 tonna Kr, 672,00 1 — — 805.00 1.5 — — 1032.00 3 — — 1430.00 SkraHtalíur 1.6 tonna Kr, 1627.00 3.2 — — 2591.00 BHtjakkar 3 tonna Kr. 551,00 7 — — 624.00 10 — — 950.00 25 —- — 3153.00 50 — — 4668.00 Logsuðutæki Logskurðarvélar Súrhylkj Gashylki væntanleg. = H E D I N N = Vélaverzlun aiiiiiiiiiiiiiiiiiiiaiiiiiuiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii Kristmann Jóhannsson Stykkishólmi Á MORGUN er merkur borgari í Stykkishólmi 70 ára. Það er Kristmann Jóhanns- son, framkvæmdastjóri Báta- i^yggingar Breiðafjarðar. Kristmann er fæddur að Hraunsfirði í Helgafellssveit 22. febrúar 1890. Árið 1915 kvæntist Krist- mann Maríu Ólafsdóttur, ætt- aðri úr Dalasýslu. Þau eign- Kristmann Jóhannsson uðust eina dóttur, Guðrúnu, sem er gift Ásgeiri Ágústs- syni, vélsmið í Stykkishólmi. Konu sína missti Kristmann árið 1955. Kristmann lærði ungur tré- smíðar hjá Hannesi Kristjáns- syni £ Nesi. Hann hefur stund að ýmis konar vinnu, m. a. verið skipstjóri jafnframt því, sem hann stundaði smíð- ar, meðan heilsan leyfði. Hann hefur valizt til ýmis konar trúnaðarstarfa, bæði fyrir sveitarfélag sitt og ým- is konar félög. Það liggur í augum uppi, fyrir þá, sem tíl þekkja, hvers vegna einmitt hann hefur verið valinn til slíkra starfa, en það er vegna trúmennsku hans og hæfileika til þess að starfa að félags- málum. Kristmann var um skeið formaður Iðnaðarmanna félags Stykkishólms, hefur verið í stjórn Verkalýðsfélags ins þar, átt sæti í hreppsnefnd í mörg ár og var oddviti um nokkurt skeið. En það var ekki fyrst og fremst upptalning á þeim störfum, sem ’ vinur minn, Kristmann Jóhannsson, hefur unnið um ævina, sem ég ætl- aði að senda honum örfáar línur. Mig langaði aðeins til þess, á þessu merkisafmæli, að þakka honum fyrir þá fram úrskarandi viðkynningu og ánægju, sem ég hef haft af því, að fá tækifæri til að þekkja hann um nokkurra ára skeið. Kristmann hefur alltaf ver- ið ötull og traustur baráttu- maður fyrir verkalýðinn, þar sem hann hefur mátt bví við koma, og hann hefur um f jölda mörg ár verið styrkasta stoð Alþýðuflokksins í sínu byggðarlagi. Ég á ekki von á því, að skólaganga Kristmanns hafi verið löng, fremur en ýmissa annarra 'alþýðudrengja á hans unga aldri. En hitt er jafn- víst, að hann hefur á löngum lífsferlj aflað sér svo mikillar þekkingar á ýmsum þeim mál um, sem við koma daglegu lífi hvers alþýðumanns, að það er hrein unun að ræða við hann um vandamál þjóðfé- lagsins. Honum lætur það bezt að kryfja málin til mergjar og taka síðan ábyrga og ákveðna afstöðu til málanna, eins og honum finnst þau liggja bezt við fyrir þá, sem við eiga að búa. Þegar Kristmann hefur myndað sér skoðun varðandi ákveðin málefni, hvort sem þau eru stór eða smá, þá lætur hann ógjarnan af þeirri skoð- un sinni og er ekki einn af þeim. sem verða fyrir augna- bliksáhrifum einhverra, sem áróður reka af mestu kappi. Það hefur oft staðið mikill styrr um Kristmann og um þau störf, sem hann hefur unnið. Hann er ekki hávaða- maður á fundum og ekki með slagorð, heldur rökfastur og þúngur fyrir, og gagnvart því fólki, sem á annað borð að- hyllist þá hugsun, að giftu- samlegra sé að taka á vanda- málum með ábyrgðartilfinn- ingu og festu, þá hefur Krist- mann alltaf og ævinlega reynzt farsæll foringi. Þeir eru orðnir margir, eldri og yngri, sem hafa leit- að ráða hjá Kristmanni Jó- hannssyni á hans lífsskeiði. Mín von er sú, að það verði ennþá margir til þess að sækja holl ráð og þekkingu til þessa lífsreynda heiðursmanns. Ég ætla, að Kristmann eigi enga óvildarmenn, en aftur á móti marga vini, sem senda honum hugheilar hamingjuóskir í til- efni sjötugsafmælisins. Þessir hlédrægu menn, eins og Kristmann Jóhannsson, eru oft ekki mikið þekktir fyrir utan sitt byggðarlag eða næsta nágrenni. Þó er það svo að það eru einmitt þessir menn, sem eru burðarásar í því þjóðfélagi, sem við lifum í. Þeir, hver á sínum stað, hafa oft á tíðum lyft stærri Grettistökum, heldur en hinir sem af fer mikið orðspor á alþjóðarvettvangi. Verkefnin eru öðru vísi og kannske ekki mjög stór stundum, séð frá sjónarhóli hinna, sem eru í höfuðbardaga líðandi stund- ar. En engu síður eru þes^i verk sem slíkir menn vinna, Framh. á 14. síðu. Alþýðublaðið — 21. febr. 1960 |_3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.