Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1990, Síða 1
ÁRNI BJÖRNSSON
GÓA
Svo nefnist fimmti og næstsíðasti mánuður vetrar að forníslensku
tímatali. Eftir nýja stíl eða leiðréttingu rómverska tímatalsins árið 1700
byrjar. góa sunnudag á bilinu 18.-24. febrúar. { gamla stíl hófst hún
nokkrum dögum fyrr og á 17. öld á bilinu 8.-14. febrúar. f rímspillis-
árum, sem verða á um það bil 28 ára fresti, hefst hún þó degi síðar nú
sem áður.1
Nafnið kemur fyrir í elstu rímhandritum, Skáldskaparmálum Snorra
Eddu, þar sem upp eru talin heiti mánaða og fleiri tímaskeiða,
Landnámabók, Sturlungu, Flóamanna sögu, Hænsa-Þóris sögu, Ólafs
sögu helga, Orkneyinga sögu, Flateyjarbók og víðar í fornritum.2
Gormánuður, þorri og góa eru þeir fornu mánuðir sem aldrei sjást kall-
aðir öðru nafni á íslensku.3
Myndin góa fmnst þó ekki í ritmáli fyrr en seint á 17. öld.4 Áður sést
jafnan skrifað gói og heldur sú mynd raunar velli hjá sumum höfundum
langt fram á 19. öld.5 Orðið góimánuður eða gómánuður kemur einnig
fyrir í Hauksbók Landnámu frá því um 1300.6 Hann er þar sagður
1. Þorsteinn Sæmundsson, Rtmfrœði, Rv. 1972, 118, 127, 130-131. (Alfræði Menningar-
sjóðs).
2. Ludvig Larsson, Áldsta delen af Cod. 1812, 4to; Gml kgl. Sml., Kh. 1883, 20-22. N.
Beckman og Kr. Kaalund, Alfræði íslenzk II; Rímtöl, Kh. 1914-16, 25, 69, 78, 162-63,
169, 208. Edda Snorra Sturlusonar, Kh. 1931, 179. ísl.fornrit I, 273; III, 12; XXVII, 109;
XXXIV, 3-6. Sturlunga saga I, Rv. 1946, 289. Flateyjarbók I, Christiania 1860, 22, 219.
íslendinga sögur, Rv. 1985, 749.
3. Árni Björnsson, Tímatal. ísl. þjóðmenning VII, Rv. 1990, 59-65.
4. AM 724, 4to, 8; 180, 8vo, 5. Lbs 838, 4to, 191.
5. Klausturpósturinn IV, 100; V, 81. Sóknalýsingar Vestfjarða II, Rv. 1952, 26. (Sr. Sigurður
Jónsson, Lýsing Rafnseyrarsóknar 1839). Æftsaga Gísla Konráðssonar ensfróða, Rv. 1912-
14, 111. Fjallkonan, 13. apríl 1886, 28. Matthías Jochumsson, Helgi magri, Leikrit, Rv.
1961, 126.
6. Hauksbók, Kh. 1892-96, 95. íslenzk fornrit I, Rv. 1968, 311.