Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1990, Síða 3
GÓA
7
kenndur við Gó dóttur Þorra og því heiti brugðu skáld enn fyrir sig á
19. öld þegar rím krafðist.7
Sviplíkt mánaðarheiti finnst í ýmsum myndum í öllum norrænum
málum sem nafn á febrúar og er jafnvel enn útbreiddara en tilbrigði við
þorra. í gamalli dönsku eru til myndirnar gue, goj, peje, gojmaaned; í fær-
eysku ge; í norskum mállýskum gjo; go, goi, goa; í fornsænsku göyoma-
nat, nýsænsku göjemanad og skánsku jtójú og gyja. Þá virðist frumnorræn
mynd orðsins góumdnuður eða góumáni hafa orðið tökuorð í samisku,
guovva-manno. Óvíst er um uppruna og orðsiíjar, en viðteknasta kenn-
ingin nú um stundir er á þá lund, að merking orðsins góa eða gói eigi
skylt við snjó.8 9
Sú skýring er raunar í samræmi við eldgamla sögn um upphaf
byggðar í Noregi sem bæði er í Orkneyinga sögu og á tveim stöðum
í Flateyjarbók. Par segir frá ætt fornkonunga nyrst í Skandinavíu og
bera flestir limir hennar nöfn sem minna á höfuðskepnur og vetrarhörk-
ur. Faðir Gói heitir Þorri, föðursystur Fönn, Drífa og Mjöll, afi Snær,
langafi Jökull, langalangafi Kári en bræður hans Ægir og LogiJ Allt eru
þetta persónugerð náttúrufyrirbæri. Þannig má augljóst heita að þorri
og góa séu upphaflega nöfn á tunglmánuðum seinni hluta vetrar, sem
síðar voru gerð að sögupersónum eða mánaðarvættum.
Þessa sögn hefur höfundur Landnámu í Hauksbók þekkt einsog að
framan sagði. Hún er í höfuðdráttum eins á öllum þrem stöðum. Þó er
dálítill munur á hvernig sagt er frá atburðum sem snerta Gói. í Orkney-
inga sögu og á seinni staðnum í Flateyjarbók er frásögnin þannig:
Það var tíðinda einn vetur að þorrablóti að Gói hvarf í brott og var hennar
leita farið ogfinnst hún eigi. Og er sá mánaður leið lét Þorrifá að blóti og blóta
til þess er þeir yrði vísir hvar Gói væri niður komin. Það kölluðu þeir Góiblót.
Á fyrri staðnum í Flateyjarbók er frásögnin hinsvegar á þessa leið:
Gói hvarf á brott og gerði Þorri blót mánaði síðar en hann var vanur að blóta
og kölluðu þeir síðan þann mánað er þá hófst gói.
7. Þjóðólfur, 5. maí 1855, 76. Gísli Brynjúlfsson, Ljóðmæli, Kh. 1891, 352.
8. SophusBugge, Svensk Ordforskning; Arkivfornordisk Filologi 4., Christiania 1888, 123-
127. J.K. Qvigstad, Nordische Lehnwörter im Lappischeti, Christiania 1893, 184. Magnus
Olsen, Kung Orre; Maal og minne 1912, 1-26. Björn Collinder, Studier i nordisk Gram-
matik; Acta Philologica Scanditiavica 1928-29, 198-200. Hilding Celander, Mán-
adsnamnen Thorre, Góe-Gö(j)a och Torsmánad; Arv 6, 1950, 1-28. Nordisk KulturXXl,
Tidsregning, 113-126. Ásgeir Bl. Magnússon, íslensk orðsijjabók, Rv. 1989, 265.
9. ísl.fornrit XXXIV, 3-6. Flateyjarbók I, 21-22, 219-220.