Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1990, Side 4
8
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Munurinn er sá að í annarri gerðinni er tiltekið að Góa hyrfi að þorra-
blóti og atwað blót væri kallað eftir henni en í hinni gerðinni er ekki til-
tekið eins nákvæmlega hvenær hún hverfur og þar er mánuður nefndur
eftir henni. Framhaldið er í aðalatriðum á þá lund í öllum gerðum að
Nór og Gór, bræður Gói, leita hennar um lönd, útsker og eyjar og Nór
finnur hana loks hjá Hrólfi í Bjargi sem hafði rænt henni. Um leið
lögðu þeir bræður allan Nóreg undir sig.
Dísaþing - Góublót?
Talsvert hefur verið að því hugað, hvort miðaldamarkaðurinn og
þingið í Uppsölum hafi ekki verið arftaki eða hliðstæða eldfornra
Góublóta. En sú samkoma kallaðist Distingen (dísaþing?).111 Þessi hug-
mynd á rætur að rekja til 77. kapítula Ólafs sögu helga í Heimskringlu,
sem hefst á þessa leið:
/ Svíþjóðu var það forn landssiður, meðan heiðni var þar, að höfuðblót
skyldi vera að Uppsölum að gói. Skyldi þá blóta til friðar og sigurs konungi
sínum, og skyldu menn þangað sœkja utn allt Svíaveldi. Skyldi þar þá og vera
þing allra Svía. Þar var og þá markaður og kaupstefna og stóð viku. En er
kristni var í Svíþjóð, þá hélst þar þó lögþing og tnarkaður. En nú síðan er
kristni var alsiða í Svíþjóð, en konungar afræktust að sitja að Uppsölum, þá
var færður markaðurinn og hafður kyttdilmessu. Hefir það haldist alla stund
síðan, og er nú hafður eigi meiri en stendur þrjá daga. Er þar þing Svía, og
sækja þeir þar til utn allt land.u
Um dísablót er getið í Egils sögu, Víga-Glúms sögu, Ynglinga sögu
og Friðþjófs sögu frækna og auk þess óbeinlínis en með einkar áhrifa-
miklum hætti í þætti Þiðranda í Ólafs sögu Tryggvasonar í Flateyjar-
bók.12
Hvergi er um að ræða greinilega lýsingu né tímasetningu á þessum
dísablótum en oftast er þó svo að skilja sem þau eigi sér stað í nánd við
veturnætur. Að sjálfsögðu þótti sá tími undir lok sláturtíðar ævinlega
hentugur til veisluhalda þótt misjafnt hafi eðlilega verið hvaða goð-
10. Folke Ström, Tidrandes död, Avv 8 (1952), 77-118, Sami, Diser, Nornor, Valkyrjor,
Stockholm 1954, 53-56. KLNM III, 112-115. Dag Strömback, Tidrande och diserna;
Folklore och Filologi, Uppsala 1970, 166-191.
11. íslenzkfornrit XX.VII, Fleimskringla II, Rv. 1945, 109.
12. íslenzkfornrit II, Rv. 1933, ; IX, 17; XXVI, 58. Sagan ock rimorna om Friðþiófr hinn frækni,
Kh. 1893, 23. Flateyjarbók I, Christiania 1860, 418-421.