Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1990, Page 5
GÓA
9
mögn menn þóttust heiðra á hverjum stað. Það eru engin rök til að full-
yrða að dísadýrkun hafi verið jafnt útbreidd um öll Norðurlönd, og
raunar hefur orðið dís mjög víðtæka merkingu um hvers konar kven-
vættir.13
Það er heldur ekkert því til fyrirstöðu að til að mynda Upplendingar
í Svíþjóð hafi haldið dísablót á öðrum tíma en Hörðar í Noregi, þ.e.
eftir miðjan vetur. Hinsvegar er lítil ástæða til að gera ráð fyrir Góu
sem einhverri höfuðdís í Uppsölum þótt í Heimskringlu segi að blótið
hafi í heiðni verið háð í mánuðinunt góu. Það er ekki annað en lausleg
tímaákvörðun hjá höfundi hennar.
Góufagnaður
Hversu sem því kann annars að vera varið og hvað sem öllu hugar-
flugi líður, er ekki unnt að finna nein örugg tengsl milli dísadýrkunar
og hugsanlegra góublóta á íslandi. Tilvera orðsins góiblót og skýringar-
tilraun á því í Orkneyinga sögu og Flateyjarbók bendir hinsvegar á
sama hátt og þorrablót til þess að minning eða munnmæli um einhvern
slíkan mannfagnað hafi lifað á fyrstu öldum fslands byggðar. Það er
enda ekki ósennilegt að fyrir kristnitöku og jafnvel lengur hafi einhver
dagamunur verið gerður í tengslum við hverja tunglfyllingu í skamm-
degi. Um það hafa þó engar beinar heimildir fundist. En hafi þá verið
farið að tigna Þorra og Góu sem mánaðarvættir, er augljóst að eftir
kristnitöku mátti ekki blóta þau nema á laun.
Upplýsingar síra Jóns Halldórssonar í Hítardal í bréfi til Árna Magn-
ússonar árið 1728 eru samt allt að því sönnun þess að sumir hús-
ráðendur að minnsta kosti hafi eigi síðar en um 1700 enn átt það til að
fagna Góu á svipaðan hátt og Þorri var boðinn velkominn. Með nokkurri
tregðu svarar prófasturinn spurningum vinar síns og tjáir honum að
einfaldur almúgi leggi þann hégómaskap í venju, til að harðri veðráttu
mætti heldur létta, að húsfreyjur gangi út fyrir dyr kvöldið fyrir þorra-
komu og bjóði honum inn til sín svo sem öðrum góðum virðingargesti
með fögrum tilmælum að hann verði sér og sínum léttur og ekki
skaðsamur. Síðan bætir hann við:
Gói œttu bœndur allir að innbjóða með viðlíkum hætti.
13. Ólafur Briem, Heiðinn siður á íslandi. Rv. 1945, 85-87. KLNM III, 101-103.