Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1990, Page 6
10
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Það er harla ósennilegt að menn hefðu tekið upp á slíku athæfi sem
nýjung á lý. öld þegar allt sem kenna mátti við heiðindóm var hægt að
túlka sem kukl og gat jafnvel kostað lífið á bálkesti. Miklu líklegra er
að fagnaður þessi sé leif af gömlum alþýðlegum menningararfi og
klerkastéttin vildi sem minnst af vita.14 Sú staðhæfing séra Jóns Hall-
dórssonar frá 1728 að húsfreyjur skyldu fagna Þorra en bændur Góu er
öfug við hlutverkaskipan í þjóðsögum Jóns Árnasonar frá 1864. Þar
segir svo eftir að rætt hefur verið um þorra, þorrablót og bóndadag:
Húsfreyjur áttu að fagna góu á líkan hátt og bændur fógnuðu þorra, fara
fyrstar rnanna á fætur fáklœddar góumorguninn fyrsta, ganga þrisvar í kringum
bœinn og bjóða góu í garða svo mælandi:
Velkomin sértu, góa mín.
og gakktu inn í bæinn;
vertu ekki úti í vindinum
vorlangan daginn.
Fyrsta góudag áttu húsfreyjur að halda grannkonum sínum heimboð. Yngis-
menn áttu að fagna einmánuði og yngismeyjar hörpu á sama hátt og húsbœndur
og húsfreyjur fögnuðu þorra og góu. Það er varla efamál að þessi venja, að
fagna þorra, góu, einmánuði og hörpu, hefur verið eftirleifar hinsforna þorra-
blóts, góublóts, einmánaðarblóts og sumarmálablóts, þó lítið sé nú orðið um
þenna fagnað víðast hvar.]*
Bréf séra Jóns er meira en hundrað árum eldri heimild en þjóðsögur
Jóns Árnasonar. Þær hafa samt verið kunnar almenningi meira en hund-
rað árum lengur en bréfið, sem ekki birtist á prenti fyrr en árið 1975.
Meðal fólks sem fætt var kringum síðustu aldamót ríkir engu að síður
sambærilegur meiningarmunur og um fyrsta þorradag varðandi það atriði
hvort hjónanna eigi að opna bæinn og taka á móti góu ellegar sjá um
veitingar. Þetta hefur komið glöggt fram í svörum við fyrirspurnum
þjóðháttadeildar Þjóðminjasafns á seinustu áratugum.
í sem allrastystu máli var það viðhorf með fáum undantekningum
ríkjandi (26:6) meðal aldraðs fólks frá vesturhluta landsins að bóndinn
ætti að taka á móti góu. Á Norður- og Austurlandi var það lítt eða ekki
14. Bibliotheca Amamagnœana'X.'X.'Kl, Opuscula V, Kh. 1975, 167. Árni Björnsson, Þorrablót
á íslandi, Rv. 1986, 29-32. Sami, Eldbjörg, Árbók hins ísl. fornleifafélags 1986, 117-134.
15. íslenzkar þjóðsögur og œvintýri, sat'nað hefurjón Árnason, II, Rv. 1954, 551.