Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1990, Page 12
16
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Ekki mun það þó vera fyrr en milli 1950-1960 að tekið er að auglýsa
konudagsblóm. Útvarpsauglýsingar frá þeim tíma eru ekki aðgengilegar
en fyrsta blaðaauglýsingin sem fundist hefur er frá 1957.
Góuvísur
Nokkur skáld á 17., 18. og 19. öld yrkja um Góu eða minnast hennar
a.m.k., enda þótt sá kveðskapur sé mun minni að vöxtum en Þorra-
kvæði og meira um lausavísur. Elstur þeirra er séra Bjarni Gissurarson
í Þingmúla rétt eins og varðandi Þorrakvæðin. Þá þegar er hún persónu-
gerð. í löngu Góukvæði sem líklega er ort 1695 getur hann bæði um
útlit hennar, klæðaburð og aldur. Þar sést einnig sú hlutverkaskipan að
einsog Þorri skoðar heyjaforðann hjá bændum, lítur Góa eftir búrinu
hjá húsfreyju.33 Fyrstu erindin eru á þessa leið:
Komin í hérað gamla Góa gengur um bæi,
húsfreyjur að hitti og sjái,
hugsi um búr og skoði í sái.
Enn hefur þrif hin digra drós og döfnun góða,
hæð tvöfalda hvörra kvenna;
hér af mega sögurnar renna.
Ljómar á henni línið smátt og lagleg klæði;
góðar elds hjá göfugu mengi
glæður vara í Noreg lengi.
Níu hundruð aldursár sér eignar kvendi
og dýrðlegt nafn yfir drengjum fríðum
drottningar í Noreg víðum.
Segist nú komin kalda lands að kanna býli,
hitta bændur og heilsa fljóðum
hafa svo dvöl hjá vinum góðurn.34
Skáldið gerir Góu níuhundruð ára gamla og virðist því hugsa sér
hana fædda nálægt upphafi íslands byggðar en samkvæmt skoðun
33. Árni Björnsson, Þorrablót á íslandi, 24.
34. Lbs. 838, 4to, 191-196.