Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1990, Page 15
GÓA
19
sigla undir mjó rá
aðrir elds við stó stá
við stokkinn brytja þjó hrá
smalar segja hó há
heyra ei nefnda snjó gljá
þegar hún kveður só sá
samdist við og hló þá.38
Frá 18. öld er og sennilega átta erinda skammakvæði um góu, þar
sem henni er jafnvel kennt um eldgos, og gæti það einna helst átt við
Grímsvatnagosið sem hófst í febrúar 1774. Fyrstu vísurnar hljóða svo:
Góa nýskeð úr garði er snúin,
gjöra nóg að verkum er búin,
firna kyngju og frosthörku sýndi,
fénaðinn hjá allmörgum týndi.
Níðingsheit kaus sér og keypti,
kopar yfir jörðina steypti,
eldi skaut úr Skciðarárfjöllum,
skaðar þó ei megnaði öllum.39
Fjölmargar góuvísur eru til frá þessari öld og hinni síðustu, ýmist
eftir þekkta menn eða höfundarlausar. Talsvert af því má finna í heim-
ildasafni þjóðháttadeildar. Þessa söngvísu, senr bendir til góugleði,
sendi kona af Rangárvöllum fædd 1895, en sagðist hafa lært hana af
miklu eldri kynslóð:
Góa er orðin gamalær
um geðið tölum eigi
bítur, emjar, ber og slær
og byltir öllu úr vegi.
í skjóðu ber hún skafrenning
og skellir honum allt um kring.
Hún flautar og tautar tra-la-la-la-la.40
38. JS 130, 8vo, 51; 475, 8vo, 285; 514, 8vo, 185; sbr. 231, 4to, 240; Lbs. 450, 8vo, 158.
39. JS 507, 8vo, 109-110. Sigurður Þórarinsson, Vötnin stríð, saga Skeiðarárhlaupaog Gríms-
vatnagosa, Rv. 1974, 59-60.
40. ÞÞ3766.