Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1990, Page 18
22
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Nú er (hún) Góa gengin inn
gaf hún/honum Þorra meydóm sinn.
Reif hann af henni ræfilinn,
svo ráðalaus var(ð) kerlingin.47
Aðrir hafa vísuna í nútíð:
Þegar (hún) Góa gengur inn
gefur hún Þorra meydóm sinn
rífur hann af henni ræfilinn
svo ráðalaus er/verður kerlingin.48
Stundum er meiningarmunur um það hvort rífi ræfilinn af hinu og
verður þá seinni hlutinn á þessa leið:
Reif hún af honum ræfilinn,
svo ráðalaus varð karlfuglinn.49
Þess skal að lokum getið að einn heimildamaður kallar Þorra og Góu
systkini.30
Góuveður
Reynslan virðist hafa kennt mönnum hvernig illskást væri að hafa
veðráttuna á útmánuðum til að vorið yrði gott og sést á þessum kvið-
lingi sem þrír tugir heimildamanna tilgreina með ýmsum tilbrigðum
hvaðanæva af landinu:
Þurr skyldi/skal þorri
þeysin/þeysöm góa
votur einmánuður
þá mun vel vora.
Meira en tvöfalt fleiri hafa myndina þeysin í merkingunni stormasöm,
heldur en þeysöm sem merkir þíðviðrasöm, enda væri þá lítill munur á
henni og einmánuði hvað vætu snerti og raunar andstætt þeirri skoðun
47. ÞÞ 1927, 3619, 3648, 3660, 3692, 3698, 3727, 3732, 3750, 3884, 3908.
48. ÞÞ 3700, 3712, 3741.
49. ÞÞ 1929, 3819.
50. ÞÞ3736.