Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1990, Síða 19
GÓA
23
sem sýnilega var almenn-
ust. Þó er það máltæki til
að ’það marka öll svell í
miðgóu’, og bar svo að
skilja að þá væru svell
orðin svo meyr að ekki
þyrfti lengur að skafla-
járna hesta.51 Svipuð
hugsun er í orðskviðnum
’Sjaldan er gagn að góu
ísi’.52 Sumir sögðu líka
að í miðgóu væri ’vermi-
steinn1 kominn íjörðu.53
Alþekkt er það viðhorf
að happavænlegt sé, að
fyrstu dagar góu séu sem
harðastir en uggvænlegt
ef þeir eru þurrir og
mildir. Þessi skoðun er orðuð á einfaldan máta í þulukorninu sem á átt-
unda tug heimildamanna þekktu í svipaðri mynd frá öllu landinu:
Grimmur skyldi góudagurinn fyrsti
annar og hinn þriðji
þá mun hún góa góð verða.
Sumir bæta hér inn í sem þriðju línu ’ijórði verstur en fimmti best-
ur’54 og einn hefur viðbótina ’nema sjö fylgi’.55 Nokkrir hafa heyrt þessi
ummæli höfð eftir álfkonu.56 Fáeinir nefna upphafið Góður í stað
Grimmur, en hlutfall þeirra er hverfandi.37 Sagt var um kerlingar tvær
á Kvenhóli á Fellsströnd að þær hnakkrifust um það heilt kvöld hvor
byrjunin væri rétt.58 Þeim gat þó verið vorkunn því að í prentuðu
5. Grimmur skyldi, nei, góður skyldi
góudagurinn fyrsti,
gœtu þessar kerlingar Muggs eins verið að þrátta um og
klippt var það skorið var það.
51. ÞÞ3660.
52. Guðmundur Jónsson, Safn af íslenzkum orðskviðum, Kh. 1830, 308.
53. ÞÞ 1936, 3762. Páll Bergþórsson, Vcðurspár. ísl. þjððmenning VII, Rv. 1990, 249, 260.
54. ÞÞ 3640, 3644, 3676, 3685, 3713, 3730, 3749.
Þórður Tómasson, Veðurfrœði Eyfellings, Rv. 1979, 15.
55. ÞÞ3694.
56. ÞÞ 3644, 3666, 3730, 3752.
57. ÞÞ 3645, 3662, 3740, 3819, 3857, 3884, 3946.
58. ÞÞ5137.