Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1990, Side 20
24
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
íslensku orðskviðasafni frá 1830 er hvortveggja upphafið sýnt.59 Illspáin
vegna góðs veðurs í góubyrjun fannst líka þannig orðuð við ísaijarðar-
djúp;
Ef hún Góa gengur inn með glöðu sinni,
hcyrt hefi eg í manna minni
hún myndi hrista úr kápu sinni.60
Almennt þótti hætt við því að blíðviðri á góu vissi á vorharðindi og
góugróður væri ekki til frambúðar.61 Þetta sjónarmið birtist í húsgangi
þessum sem til er í ijölmörgum afbrigðum:
Ef hún Góa öll er góð,
öldin má/skal það muna,
þá mun Harpa hennar jóð
herða veðráttuna.62
Flest afbrigðin eru við aðra línu og eru ekki bundin landshlutum, svo
sem ’ýtar mega/skulu/skyldu (það) muna’, ’allir mega (það) muna’,
’einhver skyldi/má það muna’, ’öll við skulum muna’. Frábrugðin gerð
vísunnar og álíka algeng er á þessa lund:
Ef hún Góa öll er góð
að því gæti/hyggi mengi
þá mun Harpa hennar jóð
herða mjóa/snjóa strengi.
Heldur fleiri (15:10) hallast að því að hafa mjóa strengi en 5«ýóíistrengi
og er það ekki bundið landshlutum. Það er reyndar ekki neitt íslenskt
sérmál að bændur telji fremur góðs vita að þessi tími vetrar sé úrkomu-
samur en góðviðri hefni sín. Samsvaranir finnast víða í norðanverðri
Evrópu en eiga þá að vísu við febrúarmánuð.63
59. Guðmundur Jónsson, Safn af íslenzkum orðskviðutn, Kh. 1830, 122.
60. ÞÞ 1947, 3654.
61. ÞÞ 3636, 3673, 3698, 3701, 3707, 3720, 3724, 3739, 3757, 3853, 3903, 3946, 4813.
62. 27 svör við 31. spurningaskrá þjóðháttadeildar, sbr. Þjóðsögtir Jóns Árnasonar II; Rv.
1954, 538.
63. Alexis Yermoloff, Der landwirtschaftliche Volkskalender, Leipzig 1905, 54-59. Helmer
Olsson, „Várhalvárets mánader i vástsvensk folktradition." Folkminnen och Folktankar27
(1940), 114-120.