Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1990, Qupperneq 21
GÓA
25
Tortryggni í garð góuhlýinda bregður einnig fyrir í skáldskap frá síð-
ari áratugum eins og þessi dæmi sýna:
Úti hríðar herðir bál.
Hryggð og kvíði grípa sál.
Gata er tíðum grýtt og hál.
Góublíðan reynist tál.
Oft góuhlýjan blekkir blómin smá.64
í samræmi við þessa vantrú á góublíðu er notkun orðsins góugróður
um það sem hverfult þykir og rótlaust svosem skammvinn æskuást eða
hugsjónaglóð á sviði framkvæmda og félagsmála. Orðið finnst þó ekki
í prentuðu máli fyrr en snemma á 20. öld hjá Þorsteini Erlingssyni í
upphafi Eiðsins:
Og ekki skaltu ergja huga þinn,
þótt ungar meyjar kjósi vissa drengi,
því það er góugróður, vinur minn,
sem grær oft fljótt, en stendur sjaldan lengi.65
Eini góugróðurinn sem einhvers þótti nýtur voru svonefndir góubitlar
sem einnig eru nefndir eskigras, fægingarelfting og Gvöndarber. Þá
mátti cta hráa eða saxa í mjólkurgraut, en líka mátti nota þá til að fægja
með horn, bein og málma.66
Annað náttúrufyrirbæri, sem menn tóku meira mark á en endranær,
var góustraumurinn. Stórstreymi verður að jafnaði einna mest um þetta
leyti árs. Þá verða t.a.m. stærstar fjörur í Breiðafirði, svonefndar góu-
ginur.67 Með góustraumnum áttu menn t.d. von á einna mestri fiski-
64. Einar M. Jónsson, Brim á skerjum, Rv. 1946, 38; Þallir, Rv. 1958, 24.
65. Þorsteinn Erlingsson, Eiðurinn, Rv. 1913, 3-4. Guðmundur Friðjónsson, Rit. II, Ak.
1955, 171. Árni Pálsson, „Jóhann Sigurjónsson"; Eimreiðin 26. árg. (1920), 8. Stein-
grímurj. Þorsteinsson, „Æviágrip Einars Benediktssonar" í: EinarBenediktsson, Laustmál
II, Rv. 1952, 550. Lúðvík Kristjánsson, Vestlendingar I, Rv. 1953, 200. Kristmundur
Bjarnason, Þorsteinn á Skipalóni I, Rv. 1961, 77; II, 336.
66. Eggert Ólafsson, Stutt ágrip úr Lachanologia eða Mat-urta-Bok, Kh. 1774, 96. Björn Hall-
dórsson, Gras-Nytjar, Kh. 1783, 76. Oddur Hjaltalín, íslenzkgrasafræði, Kh. 1830, 306.
67. Bergsveinn Skúlason, Gamlirgrannar, Hf. 1976, 10. ÞÞ3631.