Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1990, Page 22
26
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
gengd undir Eyjafjöllum og við Faxaflóa.68 í Hálsasveit í Borgarfirði
var það hinsvegar
gömul venja, að bændur aðgcettu vel fé sitt í góustraumana. Sœist þá vanki á
kind, var henni óðara slátrað. Ur því var talið, að hinu fénu væri óhætt fram
yfir sauðburð. Annars var álitið, að höfuðsóttin magnaðist í hvern straum, en
einkum þó í góustrauminn,69
Góuvæll var enn eitt náttúrulegt fyrirbæri sem fólk tók eftir til sveita,
en svo nefnist hljóðið sem tófur gefa frá sér þegar þær eru að kalla sig
saman til pörunar á útmánuðum. Var orðið stundum notað í yfirfærðri
merkingu um kveinstafi og kvartanir.70
Umhleypingar og krapableyta á góunni virðast hafa verið svo alræmd
öðrum árstímum fremur að tiltekinn skófatnaður barna dró nafn af á
Suðurlandi og kallaðist góuvefjur. Jón Pálsson segir svo frá og miðar
einkum við Stokkseyrarhrepp:
Börn höfðu oftast ærskinnsskó áfótum, en óbryddaða, nema spariskór væri.
Þau höfðu „buddur“, sem náðu upp á kálfana, og „góuvefjur“ um ristarnar og
öklana, ef blautt var um, krap af snjóbleytu eða þíðum aurif
Þegar menn svo fengu það góuveður, sem þeir þóttust vilja, gátu þeir
farið að nöldra yfir því. Þessi samanburður við þorra virðist þekktur
um vesturhclming landsins frá Rangárþingi að sunnan til Eyjafjarðar að
norðan en naumast fyrir austan þessi mörk:
Þorri bjó oss þrönga(n) skó
þennan snjóavetur
en hún góa ætlar þó
að oss króa/róa betur.72
Þessi samanburður virðist hinsvegar einungis kunnur á Vesturlandi:
68. Sýslu- og sóknalýsingar. Rangárvallasýsla, Rv. L968, 21. (Magnús Torfason, Eyvindar-
hóla-, Steina- og Skógasóknir. Skr. 1840).
69. Kristleifur Þorsteinsson, Úr byggðum Borgarjjarðar II, Rv. 1948, 81.
70. Gömul Reykjavíkurbréf, Rv. 1965, 157. (Sigurður málari um Forngripasafnið til Jóns á
Gautlöndum).
71. Jón Pálsson, Austantórurlll, Rv. 1952, 119. Sbr. þulu frá Vesturlandi um góuna í Þjóðólfi
5. maí 1855, 76.
72. ÞÞ 3673, 4581, 3647, 3713, 3910, 3729, 3648, 3704, 3751, 3660, 3946.