Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1990, Page 23
GÓA
27
Ef hún góa allt eins hrín
engan kæfir svitinn.
Fáir sakna þorri þín
þú hefur verið skitinn.73
Menn hafa síðan sætt sig við það að góa væri mislynd og stundum
geðill svo sem fram kemur í vísum um gömlu mánaðaheitin eftir Hall-
grím Jónsson kennara í Stafrófskveri hans árið 1922:
Góa á til grimmd og blíðu
gengur í éljapilsi síðu.74
Góugælur
f fyrrnefndum Góuvísum kemur sumstaðar fram viss hneigð sent
síðar virðist einkar áleitin og er í því fólgin að gera gælur við Góu á
kostnað Þorra og skírskota jafnvel til ’kvenlegrar mildi’. í leiðinni var
stundum hnýtt í góuþrælinn, sem oft þótti veðurvondur. Þetta er t.d.
gömul ráðlegging til húsfreyju:
Heyrðu kæra hringasól
livað ég les og kenni.
Víst mun góa verða góð
vel ef býður henni.75
Þá hefur þetta verið kunnur húsgangur í Önundarfirði fram á okkar
öld:
Góa kemur með gæðin sín,
gefst þá nógur hitinn.
Fáir sakna Þorri þín,
þú hefur verið skitinn.76
Vísu í líkum anda orti Þórdís húsfreyja í Meðalfellskoti í Kjós um
miðja 19. öld:
73. ÞÞ 3849, 3648, 3700, 5137, 3619.
74. Hallgrímur Jónsson, Stafrófskuer, 3. útg. 1922, 84-85. ÞÞ 3664, 3712, 3727, 3730.
75. ÞÞ3659.
76. ÞÞ 1506, 1936, 3722.