Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1990, Page 25
GÓA
29
útmánuðir henni til hjálpar hver á fætur öðrum. Þorri færir henni kú en
síðan hcldur sagan um vondu tengdadótturina þannig áfram:
Seinasta þorradag hvarfkýrin ogfjósið, svo kerlingu leizt nú ekki á blikuna.
Fyrsta dag ígóu sá kerling konu standafyrir utan selið, sem sagðist heita Góa.
Það fóru alveg sömu orð milli þeirra og Þorra og kerlingar. Góa gaf henni
stóran sel, og lifði kerling á honum út góuna,82
Að gefa rauðan lagð
Munnmæli eru um sérkennilegan sið af norðaustanverðu landinu,
sem kallaðist að gefa Góu rauðan lagð. Honum er svo lýst af karlmanni
úr Núpasveit f. 1898:
Hér var til sá siður, ekki þó almennur, að „gefa henni“ (þ.e. góu) fyrsta
góudag rauðlitaðan ullarlagð eða smábandhespu með sama lit. Var bandhespan
hengd upp við baðstofuglugga eða á einhverjum öðrum góðum stað og látin
hanga þar út góuna. Lagðurinn var víst látinn fjúka út í veður og vindA
Kona af Langanesi f. 1905 man eftir gamalli konu sem hélt þessari
venju og tók hana eitt sinn með sér sem barn:
Þœr gengu upp á smáhól og þaðan lét gamla konan ullarlagðitm fjúka en
ekki man Sigurbjörg að hún segði neitt sérstakt um leið og hún sleppti lagðinum
eti þetta átti að blíðka góuna, það er hún viss um að var tilgangurinn,84
Kona af Langanesströnd hefur svipað að segja en bætir þessu við:
Mikilsvert þótti t hvaða átt lagðurinn eða viskin fauk, því það átti að boða
aðalvindstöðuna á góunni. Fyki lagðurinn t.d. til suðurs fyrir tiorðangolu, átti
það að boða sunnanátt,85
Kona úr Vopnafirði f. 1897 segir svo frá:
82. Huld, Rv. 1893, 46.
83. Úr bréfi til Orðabókar Háskóla íslands frá Stefáni Kr. Vigfússyni 11. mars 1972; ÞÞ
3710.
84. ÞÞ4200.
85. Úr bréfi til OHl frá Láru Sigurðardóttur í mars 1972 .