Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1990, Síða 27
GÓA
31
Góuþræll
Eins og áður var drepið á höfðu menn víða illan bifur á góuþrælnum
hvað veðurfar snerti, einkum þó á Suðurlandi.''1 Annálar á 17. öld
minnast oftsinnis á illviðri og mannskaða á góuþræl. Höfundur Set-
bergsannáls notar m.a.s. orðið ’góuherra’ í stað góuþræls.y2 f samræmi
við þetta álit getur Magnús Stephensen hans t.d. þannig árið 1803:
Enn þá einusinni varð Góu-þrcellinn skaðvænn á Suðurlandi, þó fórust á
honum í þetta sinn ekki fleiri enn 2 menn af báti frá Kjalarnesi, skéði það í
Faxafirði á suðurferð þeirra til neta-fskis í Njarðvíkum eður nálægum veiði-
stöðumf
Eyjólfur Guðmundsson segir einnig frá ótrú Mýrdælinga á því að
hefja róðra á góuþræl:
Þá sýndi það kœruleysi formannsins að hefja þetta á góuþrælnum, stærsta
óhappadegi ársins. Enda myndi enginn sjómaður fást til að róa í þessu „góu-
þrælshliði", sem þeir nefndu.94
Nágrannar þeirra Eyfellingar virðast mjög sama sinnis eins og sjá má
á þessari veðurfræði þeirra:
Góuþrællinn var oft veðurvondur, og sjómenn höfðu af honum slæma reynslu
eins og fram kemur í vísunni:
Nú er best að brjóta disk
og brenna í eldi sjálfan.
Guð vill sjaldan gefa fisk
á góuþrælinn sjálfan.95
Bólu-Hjálmar virtist þó einkum telja ískyggilegt ef góuþrællinn færi
saman við boðunardag Maríu 25. mars:
91. ÞÞ 3715, 3815, 4338.
92. Annálar 1400-1800, Rv. 1922 o.áfr., I, 202, 257, 402, 563 (Skarðsárannáll 1614 og 1639,
Vallaannáll og Mælifellsannáll 1685); III, 73, 299, 482 (Vatnsfjarðarannáll elsti 1651,
Eyrarannáll 1673, Grímsstaðaannáll 1685); IV, 80 (Setbergsannáll 1614).
93. Minnisverð Tíðindi III, Leirárgörðum 1803, 119.
94. Eyjólfur Guðmundsson, Pabbi og mamma, Rv. 1944, 88.
95. Þórður Tómasson, Veðurfrœði Eyfetlings, Rv. 1979, 15-16.