Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1990, Síða 31
VILHJÁLMUR ÖRN VILHJÁLMSSON
KOLEFNISALDURSGREININGAR
OG ÍSLENSK FORNLEIFAFRÆÐI
I. Itingangur
Fjöldi sýna, sem tekin hafa verið til kolefnisaldursgreininga (14C
aldursgreininga) á íslandi, hafa verið send til rannsóknarstofa í öðrum
löndum í þeirri von, að þær aldursgreiningar, sem fást, verði í samræmi
við hina hefðbundnu tímasetningu á landnámi íslands í lok níundu
aldar. Því verr og miður hefur ekki tekist að staðfesta hina hefðbundnu
tímasetningu landnámsins með þessum sýnum eða með kolefnisaldurs-
greiningaraðferðinni. Allmargar niðurstöður, sem fengist hafa við kol-
efnisaldursgreiningar á sýnum frá íslandi, hafa gefið ástæðu til að ætla
að eitthvað ylli skekkjum á niðurstöðum, eða að landnám hafi hafist
fyrr en hingað til hefur verið haldið.
f áraraðir hafa niðurstöður kolefnisaldursgreininga á íslenskum efni-
viði í sífellu verið dregnar í efa. Greiningar, sem gáfu óvæntar niður-
stöður og hærri aldur en vænst var eftir, hafa annaðhvort verið skýrðar
með ófullkomnum kenningum um sérstök áhrif á geislakol á íslandi,
eða þeim hefur verið hafnað með þeim rökum að þær séu ekki eins
nákvæmar og niðurstöður gjóskulaga-aldursgreininga. Á hinn bóginn
hafa allmargar niðurstöður kolefnisaldursgreininga, sem í fljótu bragði
virtust sýna hærri aldur en hefðbundið landnám, verið notaðar til að
sýna fram á miklu eldra landnám á íslandi en það sem hingað til hefur
verið þekkt.1
Umræðan um þá óvissu, sem hefur verið viðloðandi kolefnisaldurs-
greiningaraðferðina á íslandi, og sú framþróun og þær endurskoðanir,
sem hafa átt sér stað á aðferðinni, virðast hafa skapað mikla ringulreið
meðal íslenskra fornleifafræðinga og jarðfræðinga. Sömuleiðis er aug-
ljóst að ýmsir, sem notað hafa niðurstöður kolefnisaldursgreininga til
stuðnings niðurstöðum sínum, hafa ekki í öllum tilvikum skilið eðli
1. Margrét Hermanns-Auðardóttir 1989.