Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1990, Síða 33
KOLEFNISALDURSGREININGAR OG ISLENSK FORNLEIFAFRÆÐI
37
III. Kolefnisaldursgreiningar og gjóskutímatal
Gjóskulög hafa einnig verið tengd tímasetningu landnámsins. Gjósku-
lagatímatalið byggist eins og kunnugt er á þeirri hugmynd, að hægt sé
að aldursgreina jarðlög eða fornminjar með eldfjallaösku.4 Askan er
aldursgreind á afstæðan (relatívan) hátt t.d. með hjálp upplýsinga um
eldgos í rituðum heimildum, eða með því að áætla hraða jarðvegs-
þykknunar á milli gjóskulaga, sem hafa meintan aldur, einnig fenginn
úr rituðum heimildum.5
Gjóskulagatímatal er í hæsta máta afstæð aldursgreiningaraðferð, þar
sem aldursgreiningin er ekki fengin með beinni mælingu eða aflestri,
heldur við að tengja ýmsar upplýsingar saman. Aðferðin hefur ýmsa
galla, sem ekki hafa verið ræddir verulega á fslandi þótt þeir væru auð-
greindir. Óháð því hvaða tengsl eru skilgreind á milli gjóskunnar og
aldurs hennar, mun aldursgreining með gjóskulögum ávallt vera háð
áreiðanleika þeirrar tímasetningar sem eldgos hlýtur í heimildum, og að
rétt ár í heimildinni sé tengt réttu gjóskulagi og eldgosi. Pessu hefur þó
verið mjög ábótavant. Til dæmis eru til fleiri gjóskulög úr Kötlu en
heimildir um gosár, en öfugt er þessu til dæmis farið með Heklu.
Aðferðin hefur auðkennst af miklu ósamræmi, sem sjaldan hefur verið
útskýrt á rökréttan hátt. Til að mynda er svart gjóskulag, sem eitt sinn
var tengt Heklugosi árið 1158 nú orðið hvítt, án þess að skýring hafi
komið á þeirri breytingu.6 Svona mætti lengi telja. Þrátt fyrir þetta, og
líklegast vegna þeirrar tröllatrúar sem margir íslenskir raunvísindamenn
og fornleifafræðingar af eldri kynslóðinni hafa á rituðum heimildum,
hefur gjóskulagatímatalið verið kölluð fortakslaus (absólút) aldurs-
greiningaraðferð. Yfirburðir aðferðarinnar eiga að koma til vegna notk-
unar á rituðum heimildum. Þær rituðu heimildir, sem nefna eldgos á
miðöldum, eru oft afritaðar eða settar saman meira en 200 árum eftir að
eldgos, sem lýst er, átti sér stað. Hingað til hafa gjóskulaga-aldurs-
greiningar einnig verið helsta aldursgreiningaraðferð íslenskra fornleifa-
fræðinga.
Upphafsmaður gjóskulagarannsókna á íslandi, dr. Sigurður Þórarins-
son, taldi að kolefnisaldursgreiningar hentuðu síður fyrir tímaákvarð-
anir á íslandi en gjóskulaga-aldursgreiningar, án þess að skilgreina það
nánar.7 Sigurður stundaði einnig eins konar fornleifarannsóknir, þegar
4. Sigurður Þórarinsson 1981; Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson 1988.
5. Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson 1988; 1989; 1990.
6. Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson 1988, bls. 320.
7. Sigurður Þórarinsson 1981, bls. 112.