Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1990, Qupperneq 34
38
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
hann gróflítil snið í rústir, víðs vegar á landinu, til að aldursgreina þær.
Þar beitti hann bæði gjóskulagagreiningum og kolefnisaldursgreining-
um, sem hann hafði þó mikinn fyrirvara á.K Þekking hans á kolefnisald-
ursgreiningum hefur hins vegar verið takmörkuð, þar sem hann birti í
nokkrum tilfellum kolefnisaldur (14C years/BP) eins og um væri að
ræða leiðrétta aldursgreiningu.'1
Aðferðafræði gjóskulaga-aldursgreininga hefur verið rannsökuð ný-
lega og margt hefur komið í ljós, sem sýnir að aldursgreiningar margra
gjóskulaga frá sögulegum tíma eru vægast sagt byggðar á veikum
grunni.10
IV. Landnámsöskulagið
Landnámslagið (VII a+b, Vö. LaL o.s.fr.) er eitt af best þekktu
íslensku gjóskulögunum. Lagið er í dag aldursgreint á mjög vafasaman
hátt til ársins 898 e. Kr. (eða til loka 9. aldar). Við rafskautsgreiningu
á mismunandi sýrustigi, sem mælt er í borkjörnum úr Grænlandsjökli,
hefur komið í ljós að smávægileg aukning sýrustigs varð árið 898. Sá
munur sem er á sýrustigi andrúmslofts milli árstíða og frani kemur í
Grænlandsjökli, gerir kleift að aldursgreina ískjarna frá Grænlandi mjög
nákvæmlega. fslenskir jarðfræðingar hafa nú tengt það eldgos, sem
framleiddi landnámsgjóskuna, við sýruaukningu árið 89811, án nokk-
urra haldbærra raka. Þar sem þessi aukning á sýrustigi í ískjarnanum á
Grænlandi gæti verið vegna goss í hvaða eldfjalli sem er í Norðurálfu
er þessi tenging vægast sagt hrein óskhyggja. Danskir vísindamenn,
sem mælt hafa sýrustig í kjömum, sem boraðir hafa verið úr Grænlands-
jökli, hafa hins vegar aldrei tengt aukningu á sýrustigi árið 898 við land-
námslagið.12 Landnámslagið var, áður en það fékk þessa hentugu tíma-
setningu aldursgreint á mjög mismunandi hátt, allt eftir hentugleika.
Þar sem lagið var fyrst uppgötvað rétt yfir óhreyfðum jarðvegi, var það
þegar í stað tengt landnáminu og hefðbundinni tímasetningu þess.13
8. Sigurður Þórarinsson 1977, bls. 12.
9. Sbr. grein Sigurðar Þórarinssonar: Gjóskulög og gamlar rústir, miðað við upplýs-
ingar frá Sandor Watsi, Naturhistoriska Riksmuseet, Sektionen för mineralogi,
Laboratoriet för isotopgeologi, dags. 6. júní 1989.
10. Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson 1988, 1990.
11. Guðrún Larsen 1982, bls. 63; Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson 1988, bls. 322; sami 1990,
bls. 50; sami í prentun (A).
12. Sjá t.d. C.U. Hammer 1984; Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson 1988, bls. 322.
13. Sigurður Þórarinsson 1944, bls. 192-203.