Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1990, Side 35
KOLEFNISALDURSGREININGAR OG ÍSLENSK FORNLEIFAFRÆÐI
39
Landnámslagið, sem hægt er að finna víðs vegar á íslandi, og hinar
mörgu aldursgreiningar þess hafa verið notaðar af rniklu kappi við
tímasetningar í íslenskri fornleifafræði. Ekki er óalgengt að ef lagið
finnst 1 torfstrengjum veggja, þá sé bygging eða gerði aldursgreint til
landnámsaldar.14 Þetta er gert, jafnvel þótt oftast sé ómögulegt að
ákvarða, hve lengi gjóskan hafði verið í jörðinni, áður en torfið var rist
og notað sem byggingarefni.
Margar fornleifar á íslandi hafa verið aldursgreindar með landnáms-
laginu, þótt aldur forngripa gæti ekki staðfest aldur þess. í einu tilfelli
hafa rústir verið aldursgreindar til sögualdar, vegna þess að landnáms-
askan fannst í torfi veggja. Þrjár kolefnisaldursgreiningar voru gerðar á
sýnum frá þessum rústum, en voru aldrei birtar með öðrum niður-
stöðum frá rannsókninni.15 Niðurstöður greininganna16, sýna greinilega
mun yngri búsetu en á níundu og tíundu öld.
í áraraðir voru afar fáar kolefnisgreiningar gerðar til að sannreyna
áreiðanleika gjóskulaga-aldursgreininga eða til að bera þær saman við
meintan aldur gjóskulaga. Á áttunda og níunda áratugnum, þegar fjöldi
kolefnisaldursgreininga var orðinn þó nokkur, varð ljóst að kolefnisald-
ursgreiningar gætu alls ekki staðfest aldur hinna ýmsu gjóskulaga, hvað
þá heldur hina hefðbundnu tímasetningu landnámsins. Engar kolefnis-
aldursgreiningar eða venjulegar aldursgreiningar forngripa hafa heldur
staðfest þessa tímasetningu að fullu.17 Flestir forngripir, sem fundist
hafa á íslandi, benda þó til að ólíklegt sé að heimildir fari rangt með
tíma landnáms.
Allar tilraunir til að staðfesta aldur landnámsgjóskunnar með kolefn-
isaldursgreiningum hafa mistekist.18 Ástæðan fyrir þessu er meðal ann-
ars sú, að sýnin sem notuð voru, voru tekin í mýrum. Lífrænar leifar
úr mýrarjarðvegi henta alls ekki, ef nákvæmrar aldursgreiningar er leit-
að.19 Þar að auki er venjuleg líkindadreifing leiðréttra kolefnisaldurs-
greininga á sýnum, sem í raun eru frá tímabilinu 800-1000 e. Kr. iðu-
lega of mikil til þess að hægt sé að ætlast til að kolefnisaldursgreiningar
gefi eins hárfínar tímasetningar eins og sum gjóskulög eru sögð gefa (sjá
einnig kafla V). Þegar aldursgreiningar eru gerðar á sýnum frá landnáms-
öld, verður niðurstaða sú sem út kemur oftast mun lengra tímabil en
14. T. d. Guðmundur Ólafsson 1987, bls. 348.
15. Þór Magnússon 1970.
16. H. Tauber 1968, bls. 321.
17. Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson í prentun (B).
18. Margrét Hallsdóttir 1987, bls. 23-25; Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson í prentun (A).
19. W.G. Mook og H.T. Waterbolk 1985, bls. 30; R.E. Taylor 1987, bls. 62.