Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1990, Side 36
40
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
hið hefðbundna landnámstímabil á að hafa verið. Þar með er þó ekki
sagt að kolefnisaldursgreiningin sé rétt. Nákvæmnin verður ekki meiri,
m.a. þar sem óregla var mikil á geislakoli á þessu tímabili.20 Þess vegna
er ekki hægt að komast hjá því að sumar kolefnisaldursgreiningar gefa
aldursgreiningu frá því fyrir 870, þó að sýnin séu til dænris viðarkol
sem brennd voru á árinu 900 (sjá einnig kafla V og VIII.3). Á núverandi
stigi er því ekki hægt að vænta þess, að hægt sé að sannreyna aldur
landnámsins og landnámsgjóskunnar með kolefnisgreiningum einum
saman.
V. Hár kolefnisaldur
Er niðurstöður íslenskra kolefnisaldursgreininga, með hærri aldur en
búist hafði verið við, urðu fleiri, fjölgaði þeim röddurn sem töluðu um
möguleikann á að lífrænar leifar á fslandi yrðu fyrir sérstökum áhrifum,
senr gerðu það að verkum að aldur sýna reyndist hærri en rétt var. í
mörgum ritverkum um jarðfræði og fornleifafræði var bent á, að sam-
kvæmt dr. Ingrid U. Olsson við kolefnisaldursgreiningastofuna í Upp-
sölum væri hugsanlega ekki hægt að taka niðurstöður kolefnisaldurs-
greininga á íslensku efni eins alvarlega og kolefnisaldursgreiningar í
öðrum löndum.21 Ástæðan, sem gefin var fyrir hinum óvæntu háu
niðurstöðum, voru hugsanleg áhrif á náttúrulegt geislakol í lífrænu efni
vegna uppleysts koltvísýrings (C02) úr hafinu umhverfis ísland (áhrifin
eru kölluð island effect/hafáhrif), eða vegna gamals koltvísýrings frá
eldstöðvum og háhitasvæðum. Greint var frá tilgátunni í greinarkorni í
tímaritinu Radiocarbon árið 1983.22 Engar niðurstöður eða skipulegar
rannsóknir voru til að byrja með kynntar í tengslum við þessa kenningu
um sérstöðu íslenskra kolefnisaldursgreininga. Aðeins var bent á, að
orsök þess að uppleystur koltvísýringur úr hafi hefði áhrif á hfræn efni
á íslandi, „væri smæð landa á heimskautasvæðum“. Samkvæmt kenn-
ingu Ingrid U. Olsson eiga allar kolefnistímasetningar frá íslandi, sem
nú eru til, að vera rangar og sýna hærri aldur en raunin er. Sarnt sem
áður hefur kenningin, sem ber það með sér að litið hafi verið á hana
sem sannleika, verið notuð mikið til að skýra út aldursgreiningar, sem
ekki komu heim við gjóskulaga-aldursgreiningar eða greiningar, sem
20. M. Stuiver og G.W. Pearson 1986.
21. Sigurður Þórarinsson 1977, bls. 35; Guðmundur Ólafsson 1980, bls. 66, Margrét
Flermannsdóttir 1986, bls. 99; Jón Jónsson 1982, bls. 196; E. Dyring 1984, bls. 3;
Björn Teitsson 1984, bls. 11.
22. I. U. Olsson 1983.