Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1990, Side 40
44
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Mynd 2 a-e. Niðurstöður leiðréttiuga á kolefnisaldri á 5 sýnum frá Herjólfsdal á Heimaey. Línu-
ritin sýna hvernig líkindadreifmg aldursgreininganna verður við leiðréttingu með hjálp leiðrétting-
arkúrfu Stuivers og Pearsons. Grönnu, lóðréttu punktalínurnar innan kúrfunnar aftnarka leiðréttan
aldur við I staðalfrávik og sýna því aðeins 65% líkurfyrir réttri niðurstöðu. Breiðu, lóðréttu punkta-
Itnurnar afmarka hins vegar leiðréttan aldur við 2 staðalfrávik og sýna 95% líkur fyrir því tíma-
bili, sem niðurstaðan nœr yftr. Greinilegt er að þrjú sýnatma (U-2531, U-4402, U4403, línurit
a-c) eru líklegast frá því eftir hejðbundið landnám, og tvö sýnanna (U-2533, U-2662, línurit d
og e) gœtu einnig hafa verið af trjám, sem uxu á 8. og 9. öld og voru koluð í lok 9. aldar. Línuritin
eru gerð með tölvuforriti, sem hannað hefur verið á Centrum voor Isotopen Onderszoek við háskól-
atm í Groningen í Hollandi (C.I.O. 1988).
4403 gerir muninn, sem er á milli allra greininga frá Herjólfsdal, miklu
meiri og veitir enn minni ástæðu til að nota kolefnisaldursgreiningar til
að sanna aldur landnáms á sjöundu og áttundu öld. Enn fremur vantar
haldbærar skýringar á því, hvernig Margrét Hermanns-Auðardóttir veit
að kolefnisaldursgreiningar þær, sem hún hefur notað, eru réttar. Engin
önnur aldursgreiningaraðferð eða forngripir staðfesta þær.
VII. Fœreyskt landnám og aldur þess
í Færeyjum hafa kolefnisaldursgreiningar, gerðar í tengslum við
frjókornarannsóknir, sýnt hærri aldur en svarar hinni viðteknu tíma-
setningu færeyska landnámsins. Niðurstöður þessara kolefnisaldurs-